fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Kínverjar gefa Reykjanesbæ 2.000 andlitsgrímur til stuðnings baráttunnar við kórónuveiruna

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 16:30

mynd/Reykjanesbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiherra Kínverja, Jin Zhijian, afhenti bæjarstjóra Reykjanesbæjar tvö þúsund andlitsgrímur í liðinni viku. Tilefnið var heimsókn bæjarstjórans í kínverska sendiráðið 22. júlí síðastliðinn.

Víkurfréttir greindu fyrst frá.

Tilefni heimsóknar bæjarstjórans var að endurgjalda heimsókn kínverska sendiherrans í Reykjanesbæ, þar sem hann heimsótti ráðhúsið og fundaði með bæjarstjóranum. Segir Víkurfréttir að þar hafi verið rætt um að efla vinabæjarsamstarf milli Reykjanesbæjar og Xianyang borgar, en bæjarfélögin hófu samstarf sín á milli árið 2014.

Gjöfin, 2.000 andlitsgrímur, á rætur að rekja í þetta vinabæjarsamstarf, en borgaryfirvöld í Xianyang vildu gefa grímur og styðja þannig við baráttuna við kórónuveirufaraldurinn. Segir í frétt Víkurfrétta að grímurnar verða notaðar í viðkvæmum stofnunum og starfsstöðvum Reykjanesbæjar fyrir bæði starfsmenn og aðra gesti sem þangað koma.

Á meðfylgjandi mynd má sjá auk fána Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína, áletrun á andlitsgrímukassanum þar sem stendur „Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný