Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir faxaflóasvæðið og suðausturland í dag. Stendur viðvörunin til miðnættis í nótt fyrir Faxaflóasvæðið og fram á sunnudag fyrir suðausturlandið.
Segir á vef Veðurstofunnar um Faxaflóasvæði:
Norðaustan 13-20 m/s, hvassast á Snæfellsnesi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, sums staðar yfir 25 m/s, t.d. á Snæfellsnesi og undir Hafnarfjalli. Varasöm akstursskilyrði geta skapast fyrir ökutæki með aftanívagna.
Talsvert margir eru á ferðalögum um þessar mundir og berast víða fregnir af yfirfullum tjaldsvæðum sem hafa þurft að vísa ferðalöngum frá vegna plássleysis. Sömuleiðis sagði DV frá því í vikunni að Vík væri yfirfull og öll hótel á suðurlandinu „kjaftfull.“ Það má því ætla að talsvert margir verði fyrir barðinu á komandi óveðri. og ljóst að húsvagnafólk sem var að hugsa sér til hreyfings seinni partinn í dag þarf líklega að endurskoða áætlanir sínar.
Um suðausturlandið segir veðurstofan:
Norðaustan 13-20 m/s, hvassast í Öræfum. Búast má við snörpum vinhviðum við fjöll, sums staðar yfir 25 m/s, t.d. undir Öræfajökli og í Mýrdalnum. Varasöm akstursskilyrði geta skapast fyrir ökutæki með aftanívagna.