fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Gul viðvörun við borgina og suðaustanlands – yfir 25m/s við Hafnarfjall og Öræfasveit

Heimir Hannesson
Laugardaginn 25. júlí 2020 11:32

Í norðaustan hvassviðri má gera ráð fyrir vænum gusum yfir Sæbraut. mynd/Frettabladid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir faxaflóasvæðið og suðausturland í dag. Stendur viðvörunin til miðnættis í nótt fyrir Faxaflóasvæðið og fram á sunnudag fyrir suðausturlandið.

Skjáskot af vedur.is

Segir á vef Veðurstofunnar um Faxaflóasvæði:

Norðaustan 13-20 m/s, hvassast á Snæfellsnesi. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, sums staðar yfir 25 m/s, t.d. á Snæfellsnesi og undir Hafnarfjalli. Varasöm akstursskilyrði geta skapast fyrir ökutæki með aftanívagna.

Talsvert margir eru á ferðalögum um þessar mundir og berast víða fregnir af yfirfullum tjaldsvæðum sem hafa þurft að vísa ferðalöngum frá vegna plássleysis. Sömuleiðis sagði DV frá því í vikunni að Vík væri yfirfull og öll hótel á suðurlandinu „kjaftfull.“ Það má því ætla að talsvert margir verði fyrir barðinu á komandi óveðri. og ljóst að húsvagnafólk sem var að hugsa sér til hreyfings seinni partinn í dag þarf líklega að endurskoða áætlanir sínar.

Um suðausturlandið segir veðurstofan:

Norðaustan 13-20 m/s, hvassast í Öræfum. Búast má við snörpum vinhviðum við fjöll, sums staðar yfir 25 m/s, t.d. undir Öræfajökli og í Mýrdalnum. Varasöm akstursskilyrði geta skapast fyrir ökutæki með aftanívagna.

Það er því sama sagan þar, nema viðvörunin fyrir suðausturlandið gildir til 11:00 á sunnudagsmorgni, og því enn ríkari ástæða til að fara varlega.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker