fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Vinsælasti íslenski kvensjúkdómalæknirinn – Bæði þakklátur og stoltur

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 19:22

Arnar Hauksson í hlutverki sínu í þáttunum Pabbahelgar sem voru sýndir á RÚV. Skjáskot/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona bjó á dögunum til könnun í Facebookhópnum Mæðra tips þar sem spurt er: „Góður kvensjúkdómalæknir?“ Hún hvetur síðan konur til að bæta við valmöguleikum og kjósa sinn uppáhalds kvensjúkdómalækni. 

Mæðra tips er vettvangur fyrir allar mæður, og verðandi mæður, þar sem hægt er að deila ráðum og skiptast á skoðunum um hagnýt málefni. Það skiptir allar konur máli að vera hjá góðum kvensjúkdómalækni því fátt meira aðkallandi en að heyra hverjir eru að standa sig í stykkinu. 

Óvísindaleg og til gamans gerð

Mörg hundruð konur hafa tekið þátt í könnuninni og þegar þessar línur eru skrifaðar trónir Arnar Hauksson á toppum. Arnar er með þekktari kvensjúkdómalæknum landsins og vakti mikla athygli þegar hann var fenginn til taka að sér hlutverk í sjónvarsþáttunum Pabbahelgar þegar aðalpersónan Nanna þurfti að fara til kvensjúkdómalæknis.  Eftir þáttinn sagði Arnar í samtali við Síðdegisútvarpið, léttur í bragði: „Ég var bara að vinna vinnuna mína.” Eftir að þáttastjórnendur greindu Arnari frá því að hann hefði rokið upp frægðarlistann á IMDB (Internet Movie DataBase) eftir birtinguna bætti hann við: „Ég er samt ekki búinn að fá Óskarstilnefnginguna ennþá.” 

Könnunin á Mæðra tips er vitanlega ekki vísindarannsókn en ætti þó að gefa ágæta hugmynd um vinsælustu kvensjúkdómalæknana.  

Ekki hægt að keppa í læknisfræði

Blaðamaður sló á þráðinn til Arnars og sagði honum tíðindin. Hann viðurkenndi þá að vera sjálfur ekki á Facebook, hvað þá í lokuðum hópi mæðra, en var þó harla ánægður með fregnirnar:  „Segjum sem svo að það sé ekki hægt að keppa í læknisfræði en ef þetta er túlkun þeirra stúlkna sem kjósa þá er ég afar þakklátur fyrir að mín störf séu vel metin. Maður getur ekki annað en verið stoltur af þessu.” 

Næstvinsælasti kvensjúkdómalæknir landsins, samkvæmt þessari óformlegu könnun er Ólafur M. Håkansson. Bera þeir Arnar nokkuð af í kosningunni en báðir eru gamlir í hettunni, á ýmsa vegu.

Þar á eftir koma þau Ásgeir Thoroddsen, Svanhvít Hekla Ólafsdóttir og Kristín Andersen. 

Tekið skal fram að konan sem gerði könnunina gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta niðurstöðurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos