fbpx
Laugardagur 03.maí 2025

Ólafur Darri: „Mér leið mjög illa í Covid“

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 16. júní 2020 20:00

Ólafur Darri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Mér finnst þetta þreyttasta fréttin sem kemur,” segir Ólafur Darri Ólafsson um fréttir af því þar sem geðlyfjanotkun Íslendinga er sett upp með þeim hætti að það búi til skömm hjá þeim sem þurfa að nota þau.

Ólafur Darri var í viðtali í nýju podcasti Sölva Tryggvasonar. Ólafur var mjög áhyggjufullur og þungur þegar versti hluti Covid tímabilsins gekk yfir. Ólafur glímir oft við tímabil þar sem hann verður kvíðinn og þunglyndur og hann tók dýfu þegar Covid faraldurinn gekk yfir. Hann var bæði hræddur um heilsu annarra og eigin heilsu. Líklega spilaði inn í að hann hafi hætt að geta farið í sund. Hann fer reglulega í sund og syndir einn kílómetra í senn.

Tók reglulega lyf við kvíða og þunglyndi

Í viðtalinu segir Ólafur Darri að hann hafi reglulega þurft að taka lyf við kvíða og þunglyndi. Eins hafi hann á löngum köflum þurft á svefnlyfjum að halda. Hann skilur ekki fordóma gagnvart þeim sem leita sér hjálpar og notast við þau verkfæri sem í boði eru. Ólafur hefur notið aðstoðar sálfræðings og geðlæknis við að komast á miklu betri stað. Hann segir besta lausnin sé að sjálfsögðu að notast við blöndu af öllum aðferðum til að ná sér í betra stand ef fólk upplifir mikla vanlíðan. Skömm vegna lyfja sé aftur á móti algjörlega fráleit.

Í viðtalinu fara Ólafur Darri og Sölvi yfir leiklistina, launamálin, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar.

Viðtal Sölva og Ólafs Darra er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einnig má sjá það í spilaranum hér að neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=34nmss8yWj4&w=560&h=315]

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í óvænt kapphlaup í sumar

Stefnir í óvænt kapphlaup í sumar
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær