fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025

Fimm hlutir sem gera Ísland best í heimi

Auður Ösp
Laugardaginn 1. febrúar 2020 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er ekki fullkomið. Vanhæf ríkisstjórn, svimandi hátt matvöruverð, ekkert áfengi í matvöruverslunum og óútreiknanlegt veðurfar eru á meðal sívinsælla kvörtunarefna Íslendinga sem sumir hverjir sjá í hillingum að flytja af klakanum fyrir fullt og allt. En er grasið alltaf grænna hinum megin? Blaðamaður DV gerði óformlega könnun á meðal nokkurra Íslendinga sem búsettir hafa verið erlendis um árabil. Spurningin var: „Hvað er það sem þú saknar mest við Ísland?“ Hér eru fimm hlutir sem stóðu upp úr.

„Allt er mögulegt“ viðhorfið

 Árið 2011 þurfti að reisa nýja brú yfir Múlakvísl eftir að flóð sópaði gömlu brúnni burt. Allir lögðust á eitt og ný brú var reist á einni viku. Erlendis hefði aðgerðin aldrei tekið svo stuttan tíma heldur kallað á mikil fundahöld áður en hægt væri að ráðast í framkvæmdir.

Þrátt fyrir að Ísland sé lítið land þá kunna Íslendingar svo sannarlega að hugsa stórt og framkvæma hratt. Frasinn „þetta reddast!“ finnst hvergi annars staðar en hér. Þetta kæruleysislega viðhorf kann að vera litið hornauga af öðrum þjóðum en það er þó ekki hægt að neita því að það hefur gert okkur kleift að takast á við áskoranir og verkefni sem virðast óyfirstíganleg.

Hreinleikinn

Óspillt náttúra er án efa það sem dregur langflesta ferðamenn hingað til lands. Kranavatnið okkar bragðast ekki eins og það komi beint úr klósettinu Og hver kannast ekki við að lenda á Íslandi eftir langt og gott frí erlendis, ganga út úr Leifsstöð og anda að sér tandurhreina íslenska loftinu? Það má endalaust kvarta yfir íslensku veðurfari og blóta roki og rigningu í sand og ösku. En íslenska loftið er tært. Njótum þess á meðan við getum.

Falleg náttúra kemur einnig fyrir í myndbandinu

Engar moskítóflugur

Ísland er eitt af þeim fáu löndum í heiminum þar sem engar moskítóflugur er að finna. Þeir sem hafa ferðast til heitari landa vita hversu pirrandi þessi ófögnuður getur verið, svo ekki sé minnst á minnismerkin sem þær skilja eftir sig. Við getum þakkað fyrir að listinn yfir skordýr sem geta lifað á Íslandi er tiltölulega stuttur og fæst þeirra bera með sér hættulega sjúkdóma.

 Útisundlaugar

Þeir sem hafa heimsótt útisundlaugar erlendis vita að þær standast einfaldlega ekki samanburð við íslensku laugarnar. Ólíkt Íslendingum þá eru erlendar þjóðir ekki sérstaklega hrifnar af því að hita upp sundlaugarnar sínar. Íslenska sundlaugarmenningin er síðan kafli út af fyrir sig: skreppa með börnin í sund á laugardagsmorgni eða hlusta á stjórnmálaumræður heldri manna í heita pottinum.

Fjölskylda og vinir

Hér er kominn sá hlutur sem hvað flestir sakna að heiman. Fólkið sem við elskum, sem elskar okkur. Fólkið sem hefur sama séríslenska húmorinn. Fólkið sem við deilum minningum með. Nútímatækni hefur gert heiminn minni og gert fólki kleift að eiga samskipti heimshorna á milli, en það verður að segjast að samtal við mömmu og pabba í gegnum tölvuskjá jafnast engann veginn á við það að sitja saman og snæða sunnudagslærið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Ingi Þór hlúði að slösuðum: „Sá margt sem var erfitt í mörg ár á eftir“

Ingi Þór hlúði að slösuðum: „Sá margt sem var erfitt í mörg ár á eftir“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru erfiðustu og auðveldustu leikirnir sem liðin fá í Meistaradeildinni

Þetta eru erfiðustu og auðveldustu leikirnir sem liðin fá í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli