fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
FréttirPressan

Sat saklaus maður í fangelsi fyrir morð sem Golden State raðmorðinginn framdi?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. maí 2018 05:28

Joseph James DeAngelo Mynd: Lögreglan í Kaliforníu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1978 var Craig Coley sakfelldur fyrir morðin á Rhonda Wicht, 24 ára, og syni hennar, Donald. Coley sat í fangelsi í 39 ár en var látinn laus á síðasta ári þegar saksóknarar áttuðu sig á að DNA-sýni frá morðvettvanginum í Simi Valley pössuðu ekki við Craig Coley. Coley er nú sjötugur. Nú hafa vaknað grunsemdir um að hinn svokallaði Golden State raðmorðingi hafi myrt mæðginin.

Eins og DV skýrði frá í síðustu viku þá handtók lögreglan í Kaliforníu Joseph James DeAngelo, 72 ára fyrrum lögreglumann, á fimmtudaginn en hann er grunaður um að vera hinn svokallaði Golden State raðmorðingi og raðnauðgari. Saksóknarar hafa nú sent DNA-sýni, sem fundust á Rhonda Wicht og Donald syni hennar, til rannsóknar til að sjá hvort þau passi við sýni úr DeAngelo.

DeAngelo er grunaður um að hafa myrt 12 manns hið minnsta og 51 nauðgun. Hann var færður fyrir dómara á föstudaginn þar sem honum voru kynntar ákærur vegna 8 morða en reiknað er með að ákærunum muni fjölga.

Rhonda Wicht og Donald. Mynd: Lögreglan í Simi Valley

Lögreglan hafði uppi á DeAngelo eftir að DNA-sýni, sem fundust á afbrotavettvöngum, reyndust passa við erfðaefni sem var skráð á ættfræðivefsíðu.

 

 

Sky-fréttastofan hefur eftir lögreglustjóranum í Simi Valley að nú sé beðið eftir niðurstöðu DNA-rannsóknar til að fá úr því skorið hvort DeAngelo hafi myrt mæðginin.

Craig Coley sagðist vongóður um að rannsóknin leiði í ljós að DeAngelo hafi myrt mæðginin. Það verði ákveðinn léttir fyrir fjölskyldu mæðginanna sem þurfi að geta lokað málinu. Hann benti á að tvö fórnarlömb Golden State raðmorðingjans, Lyman og Charlene Smith, hafi verið barin til bana á heimili þeirra sem var nærri heimili Rhonda Wicht og Donald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Í gær

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Í gær

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Í gær

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum