Eins og DV skýrði frá í síðustu viku þá handtók lögreglan í Kaliforníu Joseph James DeAngelo, 72 ára fyrrum lögreglumann, á fimmtudaginn en hann er grunaður um að vera hinn svokallaði Golden State raðmorðingi og raðnauðgari. Saksóknarar hafa nú sent DNA-sýni, sem fundust á Rhonda Wicht og Donald syni hennar, til rannsóknar til að sjá hvort þau passi við sýni úr DeAngelo.
DeAngelo er grunaður um að hafa myrt 12 manns hið minnsta og 51 nauðgun. Hann var færður fyrir dómara á föstudaginn þar sem honum voru kynntar ákærur vegna 8 morða en reiknað er með að ákærunum muni fjölga.
Lögreglan hafði uppi á DeAngelo eftir að DNA-sýni, sem fundust á afbrotavettvöngum, reyndust passa við erfðaefni sem var skráð á ættfræðivefsíðu.
Sky-fréttastofan hefur eftir lögreglustjóranum í Simi Valley að nú sé beðið eftir niðurstöðu DNA-rannsóknar til að fá úr því skorið hvort DeAngelo hafi myrt mæðginin.
Craig Coley sagðist vongóður um að rannsóknin leiði í ljós að DeAngelo hafi myrt mæðginin. Það verði ákveðinn léttir fyrir fjölskyldu mæðginanna sem þurfi að geta lokað málinu. Hann benti á að tvö fórnarlömb Golden State raðmorðingjans, Lyman og Charlene Smith, hafi verið barin til bana á heimili þeirra sem var nærri heimili Rhonda Wicht og Donald.