Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að Säpo hafi þekkt til hinna grunuðu frá því áður og hafi fylgst með þeirm um hríð. Í fréttatilkynningu frá saksóknara kemur fram að hryðjuverkið hafi þó ekki verið yfirvofandi á næstu dögum.
Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka verður ekki hækkað vegna þessa og verður enn á þriðja stigi af fimm.