fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 09:30

Kjartan Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinir Kjartans Guðmundssonar, sem lenti í umferðarslysi í Suður-Afríku 17. desember síðastliðinn, hafa opnað söfnunarsíðu fyrir hann. Vefsíðan er kgs.is og hafa 13.950.000 kr. safnast þegar þetta er skrifað.

Kjartani er haldið sofandi og í öndunarvél á sjúkrahúsi í Suður-Afríku. Óljóst er hvenær, eða hvort hann geti snúið heim til Íslands á næstunni. Vinir hans, Agnar Jónsson og Ómar Sigurðsson, sögðu í viðtali við Bítið á Bylgjunni í gær, Kjartan sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Kostnaður við sjúkrahúsdvölina sé ófyrirsjáanlegur og eins hversu löng endurhæfingin verður og hvar Kjartan þurfi að vera í henni.

„Við erum aðallega að hugsa um að það sé einhver til staðar hjá Kjartani þegar hann vaknar. Að hann vakni ekki bara einn á spítala í einhverju landi með þessar skelfilegu fréttir sem á eftir að segja honum, sem hann veit ekki einu sinni af,“ segir Ómar. Móðir Kjartans og 13 ára dóttir hans létust í slysinu.

Agnar segir Kjartan með innvortis blæðingar og það sé verið að bíða eftir því að hann verði nógu stöðugur til að koma honum í aðgerð á ósæð. Hann segir Kjartan vera að reyna að vakna en um leið og blóðþrýstingur hækkar byrji innvortis blæðingar og núna sé verið að reyna að ná honum nógu góðum til að koma honum í aðgerð. Ómar segir óvíst hvort að Kjartan muni ná sér, en ekki er hægt að mynda hann vegna allra vélanna sem hann er tengdur við.

„Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi. Hans bíður langt bataferli og þetta er allt mjög óljóst það er von,“ segir Agnar.

Hlusta má á viðtalið við Agnar og Ómar í heild sinni hér.

Á vefsíðunni segir:

„Óljós og væntanleg dvöl hans erlendis er afar kostnaðarsöm og fjölskylda hans stendur frammi fyrir miklum og ófyrirsjáanlegum útgjöldum. Þar má meðal annars nefna kostnað vegna, komandi endurhæfingar, ferðakostnað aðstandenda, aðbúnað og önnur útgjöld erlendis sem og hér heima sem fylgja þessum erfiðu og óvissuþrungnu aðstæðum.

Öll framlög, stór sem smá, skipta sköpum og hjálpa til við að létta undir með fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum og til að tryggja að Kjartan fái þann stuðning sem þarf, svo hægt sé að bregðast við þegar og ef aðstæður breytast og heimkoma hans verða mögulegar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB