

Í umdæmi lögreglustöðvar 3 voru tveir menn handteknir fyrir brot á skotvopnalögum. Annar þeirra var vistaður á Stuðlum sökum aldurs og hinn í fangageymslu. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu.
Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í heimahús í hverfi 210, en gerandi er ókunnur og málið í rannsókn. Í hverfi 112 var svo maður handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Hann var látinn laus eftir samtal við varðstjóra.
Í hverfi 101 var ökumaður stöðvaður fyrir að aka á göngugötu og var hann sektaður fyrir vikið. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn og vistaður í fangageymslu, en sá hafði verið til vandræða í hverfi 105.
Fyrir utan þetta voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.