fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 14:00

Steindór segir að fólk misskilji oft þann sem lokar á.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steindór Þórarinsson, markþjálfi sem er betur þekktur sem ADHD pabbi á samfélagsmiðlum, segist hafa lokað á besta vin sinn sem hafi þurft á honum að halda. Hann segir fólk oft misskilja þegar einhver lokar á.

„Ástæðan fyrir því að ég endaði á að skrifa þennan pistil og fór að lesa mig betur til um þetta er einföld. Ég er að skríða út úr fjögurra vikna þunglyndi þar sem ég lokaði mig af frá umheiminum. Ég náði rétt svo að mæta í auka vinnu, en ég brást mörgum í þetta skiptið. Vinum, viðskiptavinum og sjálfum mér,“ segir Steindór í aðsendri grein á Vísi þar sem fjallar um lokanir á fólk, ábyrgð og ástæður.

Verst þyki honum samt eitt. Það er að hafa lokað á besta vin sinn, sem hafi verið að eignast barn.

„Hann þurfti á mér að halda. Okkur hlakkaði til. En ég lokaði á hann. Hann er núna sár og ég skil það. Ég get ekki breytt fortíðinni,“ segir Steindór.

Fólk misskilji þann sem lokar á

Steindór segist ekki vera að biðja um vorkunn og ekki að setja sig í stellingar fórnarlambs. Tilefnið sé að tala um ábyrgð og að fólk misskilji oft þegar einhver lokar á.

Steindór sé með ADHD og hafi verið að vinna í áfallastreitu í tvö ár. Þetta tvennt sé hans ástæða, en ekki afsökun. Hann þurfi að bera ábyrgð á sínu þó þetta sé ekki honum að kenna.

Sjá einnig:

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“

„Ég þekki einmanaleikann. Ég þekki skömmina. Ég þekki líka þetta sérstaka augnablik þegar taugakerfið segir stopp og allt inni í manneskju lokast,“ segir hann. „Að utan lítur þetta oft út eins og kuldi. Þögn. Seinkun. Engin svör. Einhver sem mætir ekki. Einhver sem hverfur. Að innan getur þetta verið neyðarviðbragð. Oförvun. Þreyta sem er ekki bara þreyta. Heilinn að reyna að verja sig gegn því að brotna niður á staðnum. Það breytir ekki afleiðingunum, en það breytir því hvernig við eigum að lesa hegðunina. Það er munur á því að einhver hunsi þig af áhugaleysi og því að einhver lokist af af því að viðkomandi ræður ekki við meira.“

Hafa samband og biðjast afsökunar

En lokunin getur sært og eyðilagt traust á milli fólks. Þess vegna sé mikilvægt að ræða þetta upphátt. Sjálfur þurfi hann að skilja hvað hafi gerst svo það endurtaki sig ekki eins oft. Þá þurfi hann að bæta það sem hann klúðraði, með verkum, með því að hafa samband, biðjast afsökunar og laga það sem hægt er að laga.

„Og ef þú ert aðstandandi, vinur, vinkona, samstarfsfélagi eða maki einhvers sem lokar á, þá vil ég segja þetta skýrt. Þetta er ekki alltaf persónulegt. Stundum er þetta ekki um þig. En þú mátt samt vera sár. Þú mátt samt setja mörk. Skilningur á taugakerfinu á ekki að þýða að allt sé leyfilegt,“ segir Steindór. „Sú leið sem virkar best, af minni reynslu, er einföld. Ekki gera þetta að valdabaráttu í miðri lokun. Ekki heimta skýringar á sekúndunni. Sendu stutt skilaboð sem lækka spennu, ekki hækka hana. Svo er hægt að tala þegar kerfið er komið niður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Í gær

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Í gær

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz