

Lögreglan brást skjótt við tilkynningunni og fann svo mennina í heimahúsi. Þar reyndust einnig vera tvö skotvopn, sem lagt var hald á.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að mennirnir séu báðir innan við tvítugt og var annar færður á Stuðla, en hinn í fangageymslu lögreglunnar.
Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort piltarnir hafi ætlað að nota skotvopnin til að ógna öðrum.