fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er enginn flugufótur fyrir slíkum fullyrðingum og hreinlega ekki mekanískt mögulegt að mótefnið valdi sýkingu,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið í dag.

Þar er fjallað um fullyrðingar Guðmundar Karls Snæbjörnssonar sem sviptur var lækningaleyfi sínu í fyrrasumar.

Guðmundur skrifaði grein í Morgunblaðið á milli jóla og nýárs þar sem hann setti fréttir af alvarlegum öndunarfærasýkingum meðal ungbarna í samhengi við nýtt RSV-mótefni sem tekið var í notkun í haust.

Guðrún hafnar því alfarið í samtali við Morgunblaðið og segir að engin tengsl séu á milli fjölgunar innlagna barna á spítala vegna öndunarfærasýkinga og nýs mótefnis.

„Staðreyndir eru staðreyndir og mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum en sýklar valda sýkingum og inflúensuveiran veldur inflúensu. Þetta er bara vitað eins og 2+2 séu 4 en ekki 5,“ hefur Morgunblaðið eftir Guðrúnu.

Bent er á það í umfjöllun blaðsins að rannsóknir sýni um 80% fækkun innlagna á sjúkrahús og einnig færri tilfelli bakteríusýkinga sem geta fylgt RS-veirusýkingum. Þá hafi mótefnið verið notað í fjölda Evrópuríkja síðustu tvo vetur og reynslan af því sé mjög góð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Í gær

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz