fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur tekið þá ákvörðun að fara ekki fram fyrir flokkinn í borginni fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.

Guðlaugur Þór tilkynnir þetta í færslu á Facebook.

„Ég hef á undanförnum vikum fundið mikinn stuðning og hvatningu til þess að gefa kost á mér til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Í tæpa þrjá áratugi hef ég unnið að hagsmunamálum höfuðborgarbúa, fyrst sem borgarstjórnarfulltrúi en síðar sem þingmaður Reykvíkinga. Við blasir það verkefni að reisa Reykjavík úr þeim rústum sem óstjórn vinstrimeirihluta síðustu ára skilur eftir sig.”

Guðlaugur Þór segir að verkefnin í borginni séu mörg og krefjandi. Framtíðarsýnin sé engin, fjármálin í rjúkandi rúst og samgöngumál í ólestri svo eitthvað sé nefnt.

„Þessu þarf að breyta og um það snúast kosningarnar í vor. Mestu máli skiptir að tryggja að nauðsynlegar breytingar verði á stjórn borgarinnar og þær breytingar verða ekki án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sterkt umboð frá Reykvíkingum til að stýra málum til betri vegar.“

Í yfirlýsingu sinni segist Guðlaugur Þór hafa mikinn metnað fyrir hönd Reykvíkinga og segist hann vilja leggja allt sitt af mörkum í þessu mikilvæga verkefni. Þess vegna hafi hann velt fyrir sér að gefa kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum.

„Að vandlega íhuguðu máli hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þátttaka mín í prófkjörsbaráttu um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík muni kalla fram þá flokkadrætti sem verið hafa flokknum okkar erfiðir á síðustu árum. Þrátt fyrir þær áskoranir sem ég hef fengið á síðustu vikum og þrátt fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fundið, þá hefur sú skoðun mín ekki breyst – skoðun sem ég lýsti í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins í mars síðastliðnum þegar mögulegt framboð mitt til formanns bar á góma – að ég þyrfti að leggja mitt af mörkum til að draga úr þessum flokkadráttum.

Slíkir flokkadrættir nú, þegar á brattan er að sækja í landsmálum en sóknarfæri eru á því að fella vinstrimeirihlutann í Reykjavík, eru ekki það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Ég trúi því og treysti að um þetta getum við sjálfstæðismenn í Reykjavík staðið saman, hvar í fylkingu sem menn telja sig standa.“

Guðlaugur Þór segir að lokum að margt bendi til þess að Reykvíkingar séu búnir að fá sig fullsadda af „óstjórn“ vinstrimeirihlutans í Reykjavík og að sóknarfæri séu til staðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný við forystu í borginni. „Til þess þurfum við sjálfstæðismenn að ganga samhentir til verka og fylkja liði að baki forystu flokksins í höfuðborginni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Í gær

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz