fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Reykjanesbær tæmdi geymslur á Ásbrú og neitar að greiða bætur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. janúar 2026 17:30

Geymslan tæmd. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir íbúar í Reykjanesbæ urðu fyrir því að Reykjanesbær tæmdu geymslur sem þeir voru með á leigu að Ásbrú og ýmist hentu því sem var í geymslunum eða gáfu það til Fjölsmiðju Suðurnesja.

RÚV greindi frá þessu og ræddi við annan íbúann, Kristínu Dögg Josézinho Guðmundsdóttur. Hún segir að stjúpdóttir sín hafi tekið geymslu á leigu á Ásbrú. Í geymslunni var öll búslóð hennar, þar sem hún hafði nýlega flutt inn til Kristínar. Þar hafi hún meðal annars geymt sjónvarp, rúm, uppþvottavél og flest annað í hennar eigu þar sem hún hefði ekki þurft slíkt á meðan hún bjó hjá Kristínu og leitaði að öðru húsnæði.

„Þegar hún fer í geymsluna sína og ætlar að fara með dót og sækja aðra hluti núna í desember þá kemur hún bara að opinni hurð og geymslan er galtóm,“ segir Kristín í viðtali við RÚV.

Kom í ljós að starfsmenn sem þetta gerðu töldu allar geymslurnar vera í leigu hjá bænum.

Kristín Dögg hefur kært athæfið til lögreglu. Starfsmaður Reykjanesbæjar hafi viðurkennt í samtali að geymslurnar hafi verið opnaðar og tæmdar.

Reykjanesbær hefur ekki viljað bæta tjónið en Kristín Dögg vonast til þess að bærinn sjái að sér og greiði eðlilegar bætur fyrir það sem var tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Starf Edu strax í hættu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins
Fréttir
Í gær

Margir minnast Godds – „Góða ferð og takk fyrir allt“

Margir minnast Godds – „Góða ferð og takk fyrir allt“