fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. janúar 2026 19:00

Svona er umgengni konunnar í Bríetartúni. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem fékk tilkynningu frá Félagsbústöðum síðastliðið vor um að hún yrði borin út úr leiguhúsnæði í Bríetartúni býr þar enn. Öll blokkin er í eigu Félagsbústaða sem leigja út íbúðirnar til skjólstæðinga Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Konan er sökuð um margítrekuð skemmdarverk, ofbeldi, dæmalausan sóðaskap, ótölulega þjófnaði og gegndarlaust hávaðaónæði.

Sjá einnig: Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Með bréfi frá Félagsbústöðum þann 28. maí var henni tilkynnt um að úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis til hennar hefði verið afturkölluð og að riftun leigusamnings væri yfirvofandi. Var vísað til bréfs frá 12. maí um að rökstuddur grunur hafi legið fyrir um brot konunnar á leigusamningnum, húsreglum og húsaleigulögum. Segir einnig að ófullnægjandi andsvör hafi borist við tilkynningu um fyrirhugaða ákvörðun. Eftir rannsókn málsins liggi núna fyrir að konan hafi gerst brotleg við húsaleigusamninginn, sem og við húsaleigulög.

Einnig kemur fram að konan geti skotið ákvörðuninni til úrskurðarnefndar velferðarmála, sem og óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. En slíkt fresti hvorki réttaráhrifum afturköllunar ákvörðunar um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis né riftunar Félagsbústaða á leigusamningnum.

Með öðrum orðum þá hefur riftun leigusamnings Félagsbústaða við konuna verið yfirvofandi frá því seint í vor. Óvíst er hvort leigusamningnum hefur verið rift en ljóst er að konan býr þarna ennþá og veldur stöðugu ónæði og ógn fyrir aðra íbúa í húsinu.

Jós berrössuð sorpi í stigaganginn

Fyrir nokkrum dögum horfðu nágrannar konunnar upp á það að hún gekk berrössuð berserksgang um sameignina. Hvolfdi hún úr sorppokum í stiganginn, fyllti stigapallinn og eitthvað af stiganum af sorpi. Fjöldi notaðra sprautunála var í sorpinu. Áður hafði konan valdið íbúum ama og ógn með gengdarlausum öskrum og hurðaskellum.

Um síðustu helgi var stórt útkall viðbragðsaðila vegna ástandsins í kringum konuna. Komu þá tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar. Ekkert kom þó út úr útkallinu þar sem konan kom ekki til dyra og lögreglumenn ályktuðu að hún væri farin út úr húsinu.

Dæmi eru um að fólk þori ekki út úr húsi á meðan konan er með háreysti og hamagang í stigaganginum því hún er ógnandi og er margásökuð um alvarlegt ofbeldi.

Barði karlmann með kúbeini og hamri

Í ágústmánuði 2025 ræddi DV við Pétur Geir Óskarsson sem sakaði umrædda konu um að hafa sturtað ofan í sig lyfjum og barið sig með kúbeini og hamri. „Þetta var morðtilraun,“ segir Pétur Geir en hann komst undan árásarkonunni við illan leik.

Sjá einnig: Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“

Hún er sökuð um mörg fleiri ofbeldisverk en fá ef nokkur þeirra mála hafa leitt til ákæru.

Pétur Geir sagði:

„Ég var í íbúðinni hjá henni og hún var nýbúin að fá hundrað töflur af Rivotril, þær eru tveggja milligramma og ef þú myndir éta eina svoleiðis töflu þá færirðu í blakkát. Hún byrjar á að gefa mér tvær, svo bara stuttu seinna þá segir hún mér að opna munninn og loka augunum og sturtar upp í mig.“

„Næsta sem ég man er að hún er að berja mig með kúbeini og hamri. „Hvað er að þér, ætlarðu að drepa mig?“ spyr ég og hún sagði: Já!“

Pétur fékk töluverða áverka af árásinni:

„Það stórsá á mér. Ég fékk rosalegt glóðarauga, það er aðeins að fara núna. Hvítan var alveg rauð í augntóftunum og brotin augntóftin. Ég var allur lurkum laminn í löppunum því hún barði mig í lappirnar og skrokkinn allan.“

Sjá einnig: Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

DV greindi fyrst frá framferði konunnar snemma í maí 4. maí 2025. Rætt var við íbúa sem vitnuðu um að konan væri búin að brjótast inn í hverja einustu íbúð í húsinu, stela og fremja skemmdar verk. Í sama mánuði fékk hún tvö bréf frá Félagsbústöðum þess efnis að riftun á leigusamningi og útburður væru yfirvofandi, en enn hefur ekki orðið af útburði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz
Fréttir
Í gær

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini