fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Fréttir

Lögregla: „Slíkir gjörningar sjást langar leiðir“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. janúar 2026 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti tiltölulega rólega nótt en alls eru 37 mál skráð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun.

Í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem sinnir meðal annars miðborginni, var erlendur karlmaður handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna sem og ólöglega dvöl í landinu. Hann var vistaður í fangaklefa.

Þá var maður kærður fyrir að aka bifreið sviptur ökurétti. „Reyndi að skipta um sæti við farþega en slíkir gjörningar sjást langar leiðir og skilaði því ekki tilsettum árangri,“ segir í skeyti lögreglu nú í morgunsárið.

Í umdæmi lögreglustöðvar 3 var maður handtekinn grunaður um líkamsárás og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Hann reyndi að hlaupa frá lögreglumönnum en hafði ekki erindi sem erfiði og var vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meirihluti vill ekki notaðan hlut í jólagjöf – Fimmtungur lítur á notaða gjöf sem móðgun

Meirihluti vill ekki notaðan hlut í jólagjöf – Fimmtungur lítur á notaða gjöf sem móðgun
Fréttir
Í gær

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“
Fréttir
Í gær

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark