fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
Fréttir

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. janúar 2026 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinnur Halldórsson, eða Guffi bílasali eins og hann er gjarnan kallaður, er í athyglisverðu viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Guðfinnur, sem hefur rekið Bílasölu Guðfinns um áratugaskeið, er þekktur fyrir flest annað en að liggja á skoðunum sínum eins og lesa má glögglega í viðtalinu við hann í dag.

Guffi kemur víða við í viðtalinu, ræðir meðal annars langan feril sinn í bransanum og þá skýtur hann föstum skotum að þeim sem sýnt hafa einkabílnum andstöðu.

„Andstaða margra við einkabílinn er sterk og í raun engu lík,“ segir hann og bætir við:

„Þessa fóbía kemur af vinstri væng stjórnmálanna; frá kommúnistum og sósíalistum sem hafa valið að ganga í alltof þröngum skóm og þjást af harðlífi. Þeim er uppsigað við einkaframtakið og sjálfstæði fólks en táknmynd þess er meðal annars að eiga góðan bíl og geta farið hvert sem er þegar þú þarft og þig langar. Bíllinn og að njóta frelsis er hvati margra til þess að komast vel af. Að vera á móti því er undarleg hugsun,“ segir hann en viðtalið má lesa í heild sinni á síðu 6 í Morgunblaðinu í dag eða hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz