

Suðurlandsvegi hefur verið lokað rétt sunnan við Hafravatnsveg í báðar áttir vegna umferðarslyss. Í skeyti sem lögregla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að viðbragðsaðilar séu á leiðinni á vettvang til að koma slösuðum til aðstoðar/af vettvangi og hefja rannsóknarvinnu.
„Ekki er vitað hver alvarleiki slyssins er og því ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Ekki er heldur ljós hve lengi vegurinn verður lokaður. Ökumenn munu því þurfa að sýna biðlund meðan viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi,“ segir í skeyti lögreglu.
Uppfært kl. 10:45
Suðurlandsvegur hefur verið opnaður af fullu og störfum viðbragðsaðila lokið á vettvangi. Ekki liggja fyrir enn upplýsingar um meiðsli/slys á fólki. Þrjú ökutæki voru flutt af vettvangi mikið tjónuð.