fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Meirihluti vill ekki notaðan hlut í jólagjöf – Fimmtungur lítur á notaða gjöf sem móðgun

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 5. janúar 2026 16:30

Meirihlutinn vill fá glænýjan hlut í jólagjöf. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný skoðanakönnun sem gerð var í Bretlandi sýnir að meirihluti fólks væri óánægt að fá notaðan hlut í jólagjöf. Meirihluti myndi einnig sjálfur gefa notaða jólagjöf og ekki segja frá því.

Könnunin var framkvæmd af flutningsfyrirtækinu Pack & Send. Vandasamt er að velja jólagjafir enda hefur verið greint frá því að um að gjöfum er hent, sem jafngildir verðmæti upp á 42 milljón punda. Það er tæplega 8 milljarðar króna.

Til að koma í veg fyrir sóun hafa íbúar í Bretlandi verið hvattir til þess að gefa notaða hluti, til dæmis um jólin.

En þetta er ekki svo einfalt. Samkvæmt könnun Pack & Send, þá sögðust 60 prósent vera á móti því að fá notaðan hlut í jólagjöf. Þar af sögðust um 20 prósent líta þá það sem hreina móðgun ef einhver myndi gefa þeim notaðan hlut. 30 prósent sögðu það sýna nirfilshátt að gefa notaðan hlut.

Í sömu könnun sögðust hins vegar 68 prósent svarenda að þeir myndu gefa notaðan hlut en ekki segja frá því að hann væri notaður.

Flókin sálfræði gjafa

Málið snýst ekki allt um efnahag. Hér eru ýmsir sálfræðilegir þættir að verki.

„Notaðar gjafir geta haft þá merkingu að vera ódýrari eða minna hugulsöm en gjöf keypt beint úr verslun,“ segir rithöfundurinn og sálfræðingurinn Eloise Skinner. Það er að sumir beintengja fjárhæðina við hugulsemi.

„Fólki líður vel með að kaupa notaða hluti handa sjálfu sér en gæti hikað við að gefa eða þiggja þá vegna félagslegrar táknfræði sem tengist gjöfum eða þeirrar persónulegu merkingar sem þær leggja í þær,“ segir sálfræðingurinn Daniel Glazer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigríður Margrét ráðin forstjóri Bláa lónsins

Sigríður Margrét ráðin forstjóri Bláa lónsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður hætt kominn í Reynisfjöru – „Þetta er nákvæmlega það sem á EKKI að gera á Íslandi“

Ferðamaður hætt kominn í Reynisfjöru – „Þetta er nákvæmlega það sem á EKKI að gera á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“