Maður var ákærður fyrir líkamsárás fyrir utan veitinga- og skemmtistað á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins 13. október 2024.
Var honum gefið að sök að hafa ráðist á dyravörð á staðnum og slegið hann hnefahöggi í andlitið. Þetta gerðir þegar dyraverðir voru að vísa ákærða út af veitingastaðnum vegna framkomu hans við aðra gesti staðarins. Brotaþoli hlaut nokkra áverka af högginu, bólgu og roða á vinstra kinnbeini, eymsli þar yfir, eymsli vinstra megin yfir hálsi og stífleika þeim megin á hálsinum.
Ákærði játaði sök fyrir dómi. Var það virt til refsilækkunar en til refsiþyngingar að hann hefur áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi.