Yfirvöld í Katar hafa fordæmt árásina harðlega og segir Dr. Majed Al Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytis landsins, að árásin sé gróft brot á alþjóðalögum og alvarleg ógn við þá sem dvelja í Katar.
Hann segir að árásin hafi beinst að íbúðarhúsnæði í Katar þar sem nokkrir meðlimir á stjórnmálaskrifstofu Hamas dvelja. Hafa Hamas-samtökin sagt að árásin hafi beinst gegn fulltrúum samtakanna sem unnið hafa að því að ná vopnahléi.
Yfirvöld í Íran hafa einnig fordæmt árásina og segir Esmail Baghaei, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að um skýrt brot á alþjóðalögum sé að ræða.
Á samfélagsmiðlum má sjá myndir af þykkum reyk yfir borginni. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort mannfall hafi orðið.
Israel bombs Doha – How many countries Israel is going to attack in the name of so-called self defense! pic.twitter.com/YSgwqSmQa0
— Ashok Swain (@ashoswai) September 9, 2025