fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Ungmenni grunuð um rán við verslunarmiðstöð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. september 2025 06:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt en alls eru fjórir vistaðir í fangageymslu eftir nóttina.

Í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem sinnir meðal annars miðborginni, var tilkynnt um rán við verslunarmiðstöð þar sem ungmenni rændu annað ungmenni. Að sögn lögreglu veittust tveir einstaklingar að þeim þriðja og slógu með áhaldi. Málið er í rannsókn.

Tveir voru svo handteknir grunaðir um húsbrot. Þeir voru víðáttuölvaðir og ekki skýrsluhæfir og af þeim sökum vistaðir í fangaklefa þar til unnt verður að ræða við þá. Þá er sömu einstaklingar grunaðir um samskonar brot fyrr um daginn.

Lögregla fékk svo tilkynningu um einstakling um öxi sem var að veitast að fólki við skemmtistað. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang og skilaði leit í nágrenninu ekki árangri.

Þá var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi sem var bæði skólaus og ber að ofan. Hélt hann vöku fyrir fólki með öskrum og látum. Hann var ósamvinnufús og viðskotaillur þegar lögregla gaf sig á tal við hann og var hann því vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann. Lögregla fékk svo tilkynningu um eld í fjölbýlishúsi og voru lögregla og slökkvilið boðuð á vettvang. Frekari upplýsingar koma ekki fram.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, var tilkynnt um hugsanlegt fjármunabrot þar sem einstaklingur hafði notað greiðslukort í eigu annars án leyfis. Málið er í rannsókn.

Og í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Breiðholti og Kópavogi, var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna skemmdarverka á nokkrum ferðavögnum. Málið er í rannsókn. Loks var tilkynnt um óvelkominn einstakling í verslunarmiðstöð. Sá gat ekki framvísað skilríkjum eða veitt upplýsingar um hver hann væri er lögregla óskaði eftir því og var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umferðarslys í Kömbunum – Kona flutt á bráðamóttöku

Umferðarslys í Kömbunum – Kona flutt á bráðamóttöku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geirfinnsmálið: Haukur sakar Soffíu um lygar – „Valtýr var mjög vandaður og ábyggilegur embættismaður“

Geirfinnsmálið: Haukur sakar Soffíu um lygar – „Valtýr var mjög vandaður og ábyggilegur embættismaður“