Skiptum er lokið í þrotabúi Blackbox Pizzeria ehf. Fyrirtækið, sem rak samnefndan veitingastað í Borgartúni í Reykjavík, var tekið til gjaldþrotaskipta þann 13. febrúar 2025, tæpum þremur mánuðum eftir að staðurinn lokaði fyrirvaralaust sem olli talsverðu fjaðrafoki.
Samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingblaðinu lauk skiptum þann 11. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt henni greiddist skiptakostnaður að fullu, skiptatryggingu kr. 450.000, var skilað og kr. 1.019.454, greiddust upp í forgangskröfur. Ekkert fékkst upp í almennar kröfur eða eftirstæðar kröfur.
Samkvæmt síðasta ársreikningi Blacbox Pizzeria ehf. var félagið að stærstum hluta, 90%, í eigu veitingamannsins Karls Viggó Vigfússonaar í gegnum félagið LAB 11 ehf. Þá átti Jón Gunnar Geirdal Ægisson 10% hlut í gegnum félag sitt Ysland ehf.