fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

„Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni „geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar”

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. september 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki eigingirni eða veikleiki. Einstaklingarnir þurfa ekki að læra aukna þrautseigju, enda hafa þau þraukað í erfiðum aðstæðum til langs tíma. Það er ekki heldur þörf á óumbeðnum ráðum eða að tekið sé fram fyrir hendurnar á fólki. 

Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni „geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar sem á sér ýmsar skýringar, t.d. áfallasögu, skort á viðunandi félagslegum tengslum, jaðarsetningu og fátækt. Við skiljum að aðstandendur grípi í ofangreint þar sem þau eru reiðubúin til að gera allt sem þau geta til að styðja ástvin í vanlíðan. Þessar leiðir geta hins vegar skapað meiri skaða en ella, og því viljum við benda á hvað gæti verið hjálplegra,“

skrifa Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, og Sigurborg Sveinsdóttir, ritari Geðhjálpar, í grein sinni Þegar fólkið okkar langar að deyja. Þær eru tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum (2021). Svava og Sigurborg eru með lifaða reynslu af öngstræti.

Þær segja það skiljanlega áfall að heyra ástvini okkar lýsa sjálfsvígshugsunum eða -tilraunum. Þær segja slíkt hins vegar ótrúlega dýrmætt tækifæri því sum tala aldrei um þessa líðan og falla fyrir eigin hendi án þess að nokkurt okkar grunaði hvað væri í gangi.

„Það er nýtilkomið að við megum ræða geðheilsu, tilfinningar og vanlíðan opinskátt. Það ríkir hins vegar enn töluverð skömm um djúpa þjáningu og öngstræti. Það er því ekkert skrítið að það hellist yfir okkur alls kyns tilfinningar og hugsanir ef ástvinur íhugar sjálfsvíg. Viðkomandi tengir ekki endilega við það að langa til að deyja en finnst þau knúin til þess, þurfa þess eða geta einfaldlega ekki lifað lengur við óbreytt ástand.“

Sigurborg og Svava

Í grein sinni segja þær að umræða um dauðann, þjáningu og lífið getur verið afar krefjandi. Það þýði hins vegar ekki að við ættum að vísa ástvinum okkar sjálfkrafa til fagaðila og loka á frekara samtal okkar á milli. 

„Það er ómetanlegt að einhver sem stendur okkur nærri treystir okkur fyrir djúpum sársauka og við ættum að leggja okkur fram um að hlusta og vera til staðar. Það má tala um þessi mál án þess að vera með fagmenntun. Ástvinir geta veitt mannlega nálgun og átt opið samtal án fordæmingar. Það krefst þess að við þolum við í erfiðum aðstæðum, hlustum með opið hjarta og berum virðingu fyrir líðaninni. Það þarf ekki að leysa málin strax heldur skapa rými þar sem ástvinurinn finnur að við munum ekki yfirgefa þau, dæma né þvinga á neinn hátt.“

Benda þær á bók sína Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum, þar sem hægt er að lesa sér nánar til um hvað er hjálplegt í þessum aðstæðum.

„Hlutverk aðstandenda er flókið og þessi samtöl taka á. Aðstandendur eru oft á tíðum líka að takast á við erfiða líðan sjálf. Okkur er hvergi kennt hvernig á að tala um það þegar einhvern langar að deyja eða getur ekki hugsað sér að lifa lengur. Eina sem við höfum lært er ótti, þöggun og skömm gagnvart þessu málefni, sem er gríðarlega óhjálplegt. Tökum áskoruninni að eiga þessi samtöl þó við séum öll að læra inn á nýjan veruleika. Það er ólýsanlegt hversu frelsandi það er að geta hiklaust sagt nákvæmlega hvernig okkur líður og orða það án dóma, sviptinga, óumbeðinna ráða og þvingana. Aðstandendur, þið getið miklu meira en þið haldið. Við höfum trú á ykkur, stígum inn í þetta ferðalag saman.“

Benda þær á að hjálplegt er að leita sér stuðnings í jafningjahópi aðstandenda líkt og þeim sem boðið er upp á hjá Hugarafli og Pieta samtökunum. Geðhjálp býður einnig upp á ókeypis ráðgjafaviðtöl sem hafa reynst mörgum ástvinum vel. „Það má svo að sjálfsögðu tala við fagaðila sem þú treystir til að bera þetta með þér.“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum
Fréttir
Í gær

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans
Fréttir
Í gær

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega
Fréttir
Í gær

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“