Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag en þar sem segir að umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar hafi fjölgað um 40% á milli ára.
Þetta hefur valdið töfum á leyfisveitingum og segir í frétt Morgunblaðsins að fjöldi erlendra námsmanna hafi ekki enn fengið dvalarleyfi þrátt fyrir að skólaárið sé hafið. Þá séu dæmi um að boð um skólavist hafi verið dregin til baka með tilheyrandi vonbrigðum fyrir nemendur sem hugðust hefja hér nám.
Í fyrrnefndum myndböndum er talað um að háskólanám á Íslandi standi til boða frítt og þá geti nemendur jafnvel flutt til Íslands með fjölskyldum sínum.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.