Lögreglan á Vesturlandi var á þjóðlegu nótunum í dag og setti á brauðtertukeppni, eins og greint er frá í færslu á Facebook.
„Þrír starfsmenn embættisins tóku þátt og mættu með dýrindis brauðtertur. Starfsmönnum lögreglunnar og Sýslumansins á Vesturlandi, staðsettum í Borgarnesi, var boðið og greiddu þeir atkvæði sín til bestu og fallegustu brauðtertunnar. Atkvæðin voru talin af fulltrúa lögreglustjórans og varð brauðterta númer 1 valin best og fallegust. Sigurvegarinn reiknar með því að fá boð á næsta Íslandsmót í brauðtertugerð og má hafa samband við skrifstofu embættisins til að fá upplýsingar um sigurvegarann.
Má geta þess til gamans að einn keppandinn var að gera sína fyrstu brauðtertu.”
Í myndbandi hér fyrir neðan má sjá þessar girnilegu brauðtertur.