fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. september 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöld eða nótt var forláta sendihjóli stolið frá samtökunum Reiðhjólabændur en samtökin standa fyrir reiðhjólasöfnun í þágu þeirra sem ekki ekki hafa efni á að kaupa sér reiðhjól.

Skemmdarverk voru unnin á verkstæði Reiðhjólabænda við Sævarhöfða og hjólinu sem sést á meðfylgjandi mynd stolið. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda skrifar svo um málið á Facebook:

„Einhvern tíma í gærkvöldi eða nótt var þessum forngrip stolið frá verkstæði Reiðhjólabænda. Illa var farið með mörg önnur hjól fyrir utan verkstæðið og þeim skutlað um allt svæðið, meðal annars sérbyggðu þríhjóli ætlað fötluðum.

Það er greinilega ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði fyrir smásálunum. Það grátbroslega er samt að ef viðkomandi aðilar hefðu komið til okkar og í hreinskilni beðið um að fá hjól hjá okkur hefðum við gefið þeim hjól. En ekki kannski einmitt þetta eintak.

Getum við ekki haft augun hjá okkur í nágrenni Sævarhöfðans og vonandi fundið þetta fallega hjól sem fyrst? Það var gjöf til okkar frá Reykjalundi og hafði verið notað þar í einhver ár (áratugi?) til að hjóla með póst um allt svæðið. Á sér skemmtilega sögu og færi sennilega einhvern tíma á safn, ef okkur tekst að finna stað fyrir svoleiðis. Öll hjálp er vel þegin við að finna gripinn.“

Þeir sem gætu haft upplýsingar um þjófnaðinn eru beðnir um að vera í sambandi í gegnum Facebookhópinn Reiðhjólabændur, en hann er öllum opinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“
Fréttir
Í gær

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið
Fréttir
Í gær

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Í gær

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum

Vara við innrás smitberandi kakkalakka á Kanaríeyjum