fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Þrettán ára drengur handtekinn vegna dauðsfalls tólf ára á leikvelli – „Allir hérna eru í losti“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. september 2025 21:30

Logan lést eftir fall úr hringekjunni. Mynd/GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán ára drengur var handtekinn í Bretlandi eftir andlát 12 ára drengs á leikvelli. Yngri drengurinn datt af hringekju en talið er sá eldri hafi fest hjól rafhjóls til að knýja hringekjuna áfram.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu.

Drengurinn sem lést hét Logan Carter og bjó í bænum Winsford í Cheshire, nálægt Liverpool. Hann lést á leikvellinum Wharton Recreation Ground á föstudag, 29. ágúst, um klukkan 18:00, eftir fall af hringekju.

Seinna um kvöldið handtók lögreglan í Cheshire eldri dreng, 13 ára að aldri. Að sögn lögreglunnar stendur rannsókn yfir um hvað nákvæmlega hefði gerst þetta umrædda kvöld. En talið er að eldri drengurinn hafi notað hjól rafhjóls til þess að knýja hringekjuna áfram á miklum hraða.

Rannsókn stendur yfir

Hefur eldri drengurinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, verið grunaður um að valda dauðsfalli með glannalegum akstri en honum hefur þó verið sleppt úr haldi lögreglu á meðan rannsókn stendur.

„Sem hluta af rannsókninni eru lögreglumenn að skoða hvort rafhjól hafi verið notað til þess að knýja barnahringekju í garðinum á þeim tíma sem þetta gerðist,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Samfélagið í losti

Hringekjan hefur verið innsigluð með rauðu og hvítu límbandi. En íbúar í nágrenninu, starfsmenn skóla Logans og bekkjarsystkini hafa einnig komið á leikvöllinn með blóm, kort og kransa. Eins og segir í frétt BBC er samfélagið í Winsford í áfalli eftir andlátið.

„Hann var bara hamingjusamur lítill strákur og þetta er harmleikur, þetta raunverulega er það,“ segir maður að nafni Trevor Bell sem kemur reglulega í garðinn með hundinn. Segir Trevor, sem er á sjötugsaldri, að Logan litli hafi gjarnan klappað hundinum hans. „Allir hérna eru í losti. Allir eru orðnir þöglir,“ segir hann.

Yfirlýsing fjölskyldunnar

Þá hefur fjölskylda Logan einnig gefið út tilkynningu vegna andláts hans. „Hann var með smitandi persónuleika og fallegt bros,“ segir í tilkynningunni. „Allir vildu vera þar sem Logan var. Hann var lítill strákur, fullur af lífsorku og vildi láta alla hlæja. Hans verður saknað meira en orð fá lýst.“

Þá hefur verið sett á fót söfnun fyrir fjölskylduna á fjáröflunarsíðunni GoFundMe. Þegar þetta er skrifað hafa safnast rúmlega 17 þúsund pund af 22 þúsunda takmarki, eða 79 prósent. En það gera rúmar 2,8 milljónir króna af 3,6 milljóna króna takmarki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Fréttir
Í gær

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn
Fréttir
Í gær

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru
Fréttir
Í gær

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“