Drukkinn eldri kona keyrði jeppa sínum fram af bryggju á eyjunni Waiheke, skammt frá borginni Auckland í Nýja Sjálandi fyrir skemmstu. Atvikið náðist á myndband.
Breska blaðið The Mirror greinir frá þessu.
Í myndbandinu sést að konan keyrir silfurlituðum jeppanum á fullri ferð í gegnum grindverk við höfn og hrapar bíllinn ofan í sjóinn. Á myndbandi sem náðist af atvikinu sést að bíllinn fer einnig utan í reiðhjólageymslu sem stendur við höfnina og skemmir hana. Skammt frá er ferjustöð eyjunnar.
Þegar jeppinn lendir í sjónum sést að konan er stjörf þegar bíllinn byrjar að sökkva ofan í dýpið. Vegfarendum er greinilega brugðið en sjást kasta björgunarhringjum til hennar.
Kemur fram að konunni hafi tekist að komast út úr bílnum og náð að klifra stiga upp á höfnina. Að sögn lögreglu þurfti sjúkralið að aðgæta með eina manneskju á vettvangi. Ástand konunnar hefur ekki verið gefið upp.
„Bíllinn hafnaði í sjónum og sökk,“ sagði Ray Matthews, varðstjóri. „Sem betur fer náði sú eina sem var í bílnum að klifra út úr honum og var hjálpað af öðru fólki.“
Hafi hins vegar komið í ljós að konan, sem er 73 ára gömul, hafi mælst drukkin. Verið er að skoða hvort að ákærur verði gefnar út. Bílinn þurfti að hífa upp úr sjónum með krana.