fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Segir ófremdarástand ríkja á íslenskum baðstöðum vegna erlendra ferðamanna – „Fóru bara ofan í og voru algjörlega þurr frá toppi til táar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. september 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörugar umræður fóru fram á Reddit um helgina þar sem erlendir ferðamenn hér á landi fengu það óþvegið fyrir óþrifnað á baðstöðum hér á landi.

„Ég er heimamaður og nú er svo komið að fjöldi ferðamanna sem koma inn í sundlaugar okkar án þess að þrífa sig almennilega er orðinn yfirþyrmandi og stjórnlaus,” sagði málshefjandi í Reddit-hópnum Visiting Iceland sem rúmlega 140 þúsund notendur heimsækja vikulega.

„Ég skil að margir gestir þekkja kannski ekki hefðir okkar, en fyrir okkur er þessi siður mikilvægur og rótfastur í menningu okkar og hefðum. Á Íslandi kennum við börnum okkar frá unga aldri að þvo sér vandlega, án sundfata, áður en farið er í sundlaugina. Það er ástæða fyrir þessu,“ sagði viðkomandi og benti á sýkingarhættu, til dæmis af völdum E.Coli.

Sjá einnig: Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar

„Þetta snýst ekki um kvart eða kvein heldur um heilsu, virðingu og að viðhalda sið sem er hluti af okkar daglega lífi og samfélagi,“ sagði hann enn fremur.

Hann tók fram að ekki væri um að ræða alhæfingu um alla ferðamenn því margir beri vissulega virðingu fyrir reglunum.

„Og ég skil vel að margir ferðamenn vilji upplifa gleðina við að fara í sundlaug, en þeir átta sig ekki á því að þegar þeir sleppa því að þvo sér almennilega án sundfata þá upplifa heimamenn óþægindi og ákveðna vanvirðingu í eigin landi.“

Viðkomandi tók svo fram að aðeins væri um hans persónulegu skoðun að ræða og fólki væri velkomið að leggja orð í belg. „En ég vil vera mjög skýr: Þetta eru íslenskar sundlaugar, skapaðar af Íslendingum og rótfastar í íslenskri hefð. Reglurnar um að þvo sér áður en farið er í laugina eru ekki valfrjálsar, ekki til umræðu og ættu ekki að breytast eftir ferðamönnum. Að bera virðingu fyrir hefðum er hluti af því að vera gestur.“

Sjá einnig: Óþrifnaður ferðamanna í sundlaugum til umræðu – „Er mannekla eða bara enginn að nenna að þrífa typpalingana?“

Fjölmargir lýstu sinni skoðun á pistlinum og tóku margir undir. Einn, hollenskur ferðamaður, lýsti til dæmis nýlegri reynslu af heimsókn í Skógarböðin fyrir skemmstu.

„Kærastan mín og ég fórum í Skógarböðin fyrir nokkrum dögum og þar var stelpa sem mótmælti hástöfum þegar starfsmaður stöðvaði hana áður en hún fór í laugina. Þessi stelpa var með þykkt (og ég meina virkilega þykkt!) lag af andlitsfarða,” sagði viðkomandi og bætti við að starfsmaðurinn sem stoppaði hana hafi sagt að hún yrði að fara í sturtu áður en hún færi ofan í.

„Stelpan móðgaðist því hún hafði eytt svo miklum tíma í að mála sig. Hún vildi líklega bara fá Instagram-mynd, held ég.

Að mínu mati þarf maður að aðlagast reglum og venjum þess lands sem maður er í. Ef þig langar það ekki þá er það í lagi, en farðu þá eitthvað annað.”

Bandarísk kona segir að landar hennar séu margir hverjir „teprur” og rifjar upp heimsókn í Secret Lagoon. Hún hafi farið í sturtu án vandkvæða en tók eftir því að samlandar hennar fóru ekki klæðlausar undir sturtuna.

„Ég benti þeim á þetta en þær ypptu bara öxlum. Ég tók líka eftir stórum hópi fólks frá Suður-Ameríku sem þóttust ekki einu sinni fara í sturtu. Þau fóru bara ofan í og voru algjörlega þurr frá toppi til táar. Ég myndi leggja til að hafa starfsmann við inngang laugarinnar sem meinaði fólki aðgang ef það fer ekki eftir reglunum. Þetta eru einfaldar og rökréttar reglur og það er ENGIN afsökun fyrir því að fylgja þeim ekki.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar segir unnið að því að koma áhöfnum fimm véla heim – Vinnumálastofnun býr sig undir stóra tilkynningu

Einar segir unnið að því að koma áhöfnum fimm véla heim – Vinnumálastofnun býr sig undir stóra tilkynningu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjárfestir náði að selja hlutabréf í Play á sama tíma og tilkynnt var um endalokin

Fjárfestir náði að selja hlutabréf í Play á sama tíma og tilkynnt var um endalokin
Fréttir
Í gær

Segir augljóst að Pútín sé undirbúa innrás í annað Evrópuland

Segir augljóst að Pútín sé undirbúa innrás í annað Evrópuland
Fréttir
Í gær

Illa slasaður eftir slys á rafmagnshlaupahjóli

Illa slasaður eftir slys á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir að fundarhaldarar komu að lokuðum dyrum í Tryggvaskála – „Ákveður Samfylkingin í Árborg að ráðast opinberlega á mitt fyrirtæki“

Ósáttur eftir að fundarhaldarar komu að lokuðum dyrum í Tryggvaskála – „Ákveður Samfylkingin í Árborg að ráðast opinberlega á mitt fyrirtæki“
Fréttir
Í gær

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu – Reyndi að stinga lögreglu af

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu – Reyndi að stinga lögreglu af