fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Ömurleg upplifun í Helgafellslandi – Þjófar létu greipar sópa hjá fólki sem var að flytja inn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. september 2025 16:00

Þjófarnir brutu sér leið í gegnum útidyrahurð. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur sem hafa undanfarna daga verið að flytja inn í nýtt leiguhúsnæði í eigu Bjargs íbúðafélags við Úugötu í Helgafellslandi í Mosfellsbæ urðu fyrir því að brotist var inn til þeirra og miklum verðmætum og mjög persónulegum eigum stolið.

Kona að nafni Isabel Anna segir í samtali við DV að innbrotin hafi átt sér stað eftir kl. 16 á sunnudag eða jafnvel aðfaranótt mánudags. Íbúarnir hafa verið að flytja inn í húsið undanfarna daga sem er nýtt og raunar ekki fullbúið að utan. Í tilviki Isabel Önnu brutu þjófarnir sér leið í gegnum öryggisgler á útidyrahurð að íbúðinni og tóku sér síðan góðan tíma í að fara í gegnum persónulega muni fólksins.

Hún greinir frá málinu í íbúahópi á Facebook en segir í samtali við DV að innbrotið hafi verið sérstaklega mikið áfall fyrir 9 ára gamla dóttur hennar því þjófarnir tóku mikið af eigum sem eru henni kærar, þar á meðal sparifé, Nintendo-leikjatölvu, leikföng og fleira.

Hún segir jafnframt í Facebook-hópnum:

„Við erum í sjokki yfir því að einhverjum detti það í hug að brjóta sig í gegnum öryggisgler á hurð og eyða svo dágóðum tíma í að fara í gegnum persónulegar eigur okkar, dreifa gleri út um allt, míga út um allt á klósettinu og jafnvel borða snakk á meðan er. Heimilið okkar var í rúst.“

Isabel segir að þetta sé sérstaklega slæmt fyrir dóttur hennar sem er greind með ADHD og einhverfu.

Vilt þú styrkja dóttur Isabel? – Þeim sem gætu hugsað sér að styrkja barnið til að bæta upp þetta tjón er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar: 

kt. 3107854079  2200-26-310785

Heiðrún Birna og barn hennar urðu einnig fyrir barðinu á innbrotsþjófunum. Hún skrifar í Facebook-hópinn:

„Ég er akkúrat ein af þessum fjölskyldum. Gjörsamlega ömurlegt! Allt og þá meina ég allt var tekið hjá mér, meira að segja klósettpappír og herðatré! Er í molum yfir þessu, mjög persónulegum munum var stolið og öllum fötunum okkar og skóm. Bæði frá mér og barninu. Finn til með ykkur, við áttum þetta ekki skilið.“

Heiðrún segir í samtali við DV að hún hafi fengið íbúðina afhenta á föstudaginn og mátti þá flytja inn en ekki gista í íbúðinni fyrr en á mánudagskvöld. Segist hún hafa flutt megnið af sínu dóti á sunnudeginum, rétt fyrir innbrotið.

Lögregla óskar eftir upplýsingum

Hildur Rún Björnsdóttir, lögreglufulltrúi á Lögreglustöð 4, staðfestir að málið sé á borði lögreglu en getur ekki veitt frekari upplýsingar um rannsókn þess.

Lögregla óskar hins vegar eftir upplýsingum um málið. Þeir sem gætu haft upplýsingar eru beðnir um að hringja í síma 444 1000 og biðja um samband við lögreglustöðina á Vínlandsleið. 

Ekki fengust upplýsingar hjá Bjargi íbúðafélagi, eiganda hússins, við vinnslu fréttarinnar en DV sendi fyrirspurn á framkvæmdastjóra félagsins, Björn Traustason. Greint verður frá svörum hans ef þau berast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Isavia um gjaldþrot Play- 12 ferðum aflýst í dag sem hefur áhrif á um 1.750 farþega

Isavia um gjaldþrot Play- 12 ferðum aflýst í dag sem hefur áhrif á um 1.750 farþega
Fréttir
Í gær

Réðist í tvígang á sama manninn í tveimur mismunandi hesthúsum – Braut nef og tók kverkataki

Réðist í tvígang á sama manninn í tveimur mismunandi hesthúsum – Braut nef og tók kverkataki
Fréttir
Í gær

Segir augljóst að Pútín sé undirbúa innrás í annað Evrópuland

Segir augljóst að Pútín sé undirbúa innrás í annað Evrópuland
Fréttir
Í gær

Illa slasaður eftir slys á rafmagnshlaupahjóli

Illa slasaður eftir slys á rafmagnshlaupahjóli