Ellefu manns voru um borð í bátnum en um var að ræða fíkniefnasmyglara úr röðum Tren de Aragua-glæpsamtakanna í Venesúela.
Trump greindi frá þessu á blaðamannafundi í gærkvöldi og birti hann svo myndband af sprengjuárásinni á Truth Social-samfélagsmiðli sínum skömmu síðar.
Trump sagði að bandarísk yfirvöld hefðu fylgst með ferðum bátsins og í honum hefði verið mikið magn af fíkniefnum sem smygla átti til Bandaríkjanna.
Trump sagði að Tren de Aragua-glæpasamtökin voru skilgreind sem erlend hryðjuverkasamtök og þau störfuðu í skjóli Nicolas Maduro, forseta Venesúela.
„Hópurinn ber ábyrgð á fjöldamorðum, fíkniefnasmygli, mansali, ofbeldisverkum og hryðjuverkum víðs vegar um Bandaríkin. Árásin átti sér stað á meðan hryðjuverkamennirnir voru úti á hafi, á alþjóðlegu hafsvæði, að flytja ólögleg fíkniefni til Bandaríkjanna. Í árásinni létust 11 hryðjuverkamenn. Litið skal á þetta sem viðvörun til allra sem jafnvel íhuga að reyna að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna,” sagði forsetinn í færslu sinni.