fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Stórfelld líkamsárás í Breiðholti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. september 2025 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar stórfellda líkamsárás sem tilkynnt var um í hverfi 109 í gærkvöldi eða í nótt. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að gerendur hefðu flúið af vettvangi en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Alls eru 63 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Í miðborginni var tilkynnt um tvo menn sem höfðu brotið sér leið inn í stofnun í hverfi 101. Lögregla hafði uppi á mönnunum og voru þeir handteknir og vistaðir í fangaklefa. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 103 og var málið afgreitt á vettvangi með aðkomu lögreglu.

Í Kópavogi var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað. Þegar lögreglu bar að kom í ljós að um var að ræða nokkra aðila í gamnislag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

KSÍ í þjálfaraleit
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ung hjón sem skulda mikið unnu 83 milljónir um helgina – „Við erum enn í smá sjokki“

Ung hjón sem skulda mikið unnu 83 milljónir um helgina – „Við erum enn í smá sjokki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir frétti af hrottalegri árás á son sinn í útvarpinu – „Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn“

Móðir frétti af hrottalegri árás á son sinn í útvarpinu – „Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“