Alls eru 63 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Í miðborginni var tilkynnt um tvo menn sem höfðu brotið sér leið inn í stofnun í hverfi 101. Lögregla hafði uppi á mönnunum og voru þeir handteknir og vistaðir í fangaklefa. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 103 og var málið afgreitt á vettvangi með aðkomu lögreglu.
Í Kópavogi var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað. Þegar lögreglu bar að kom í ljós að um var að ræða nokkra aðila í gamnislag.