fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. september 2025 15:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að síbrotamaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá því seint í júní vegna manndrápstilraunar í Reykjanesbæ skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 12. september.

Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps við heimili fjölskyldu á Suðurnesjum. Hjón urðu vör við mikinn hávaða og læti fyrir utan heimili sitt en sonur þeirra var inni í bílskúr við að gera við hlaupahjól. Konan átti í einhverjum orðaskiptum við manninn sem augljóslega var í miklu ójafnvægi og æstur. Var maðurinn með hótanir. Ákvað heimilisfaðirinn að fara út og reka manninn í burt. Segist hann muna eftir því að hafa gengið niður stiga hússins og muni síðan ekki meir. Man hann ekki eftir árásinni sjálfri.

Sonur hans varð vitni að því að faðir hans reyndi að snúa árásarmanninn niður en sá stakk þá manninn með hnífi. Sjúkralið kom á vettvang og átti að flytja manninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnejsa en á leiðinni þangað fór heilsu hans að hraka verulega og var hann fluttur í forgangi á bráðamóttökuna í Fossvogi. Þar gekkst hann undir lífsbjargandi aðgerð og var síðan vistaður á gjörgæsludeild.

Talaði um geimverur

Árásarmaðurinn var handtekinn laust fyrir kl. 1 eftir miðnætti, nóttina eftir árásina. Framburður hans hjá lögreglu var sérkennilegur og samhengislaus. Í fyrstu kannaðist hann ekki við árásina og sagðist ekki hafa verið í Reykjanesbæ í þrjá daga. Síðar í skýrslutökunni minntist hann þess að hafa gleymt hlaupahjóli fyrir utan skúrinn sem hann var að berja á. Sagði hann son mannsins hafa átt að gera við það. Sagði hann fjóra menn hafa ráðist á sig og kvaðst muna eftir orðaskiptum við konu sem hafi verið að segja honum að fara. Virtist hann lítið sem ekkert muna eftir árásinni sjálfri. Þegar bornar voru undir hann ljósmyndir af hníf sem beitt var við árásina sagðist hann eiga þennan hníf og hann gengi ávallt um með hann vafinn inn í klút.  Síðar í skýrslutökunni sagðist hann vilja draga allt til baka sem hann hefði sagt um hnífinn. Virtist hann ekki átta sig á aðstæðum og sýndi ekki minnstu iðrun. Framburður hans var nokkuð samhengislaus, talaði hann nokkuð um geimverur, fór um víðan völl og sagðist ekki vita hvað væri raunverulegt.

Tekin var önnur skýrsla af árásarmanninum þann 4. júlí og sagðist hann þá hafa stungið manninn en bar við sjálfsvörn.

Framburðum brotaþolans, eiginkonu hans og sonar þeirra bar hins vegar saman að svo miklu leyti sem þau urðu vitni að árásinni og aðdraganda hennar.

Löng brotasaga

Hinn grunaði á að baki langa brotasögu og er skráður sakborningur í 67 málum í kerfum lögreglu. Í úrskurðinum er hann sagður vera í stjórnlausri neyslu fíkniefna og ástand hans mjög bágborið. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum um rúmlega árs skeið. Í fórum hans hafa fundist meðal annars margir hnífar, sverð, læstur peningaskápur, hlaðin haglabyssa, haglabyssuskot og fíkniefni.

Sem fyrr segir var gæsluvarðhaldið framlengt til 12. september en maðurinn hefur núna setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. júní.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir það hafa verið rangt að halda því fram að Úkraína gæti unnið stríðið

Segir það hafa verið rangt að halda því fram að Úkraína gæti unnið stríðið
Fréttir
Í gær

Hjónum í Vík þakkað ómetanlegt starf í þágu samfélagsins – Ætluðu að starfa í 1 ár en þau eru orðin 40

Hjónum í Vík þakkað ómetanlegt starf í þágu samfélagsins – Ætluðu að starfa í 1 ár en þau eru orðin 40
Fréttir
Í gær

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”

Spáir gjaldþroti Play – „Nú er verið að selja ferðir sem við vitum að verða ekki flognar”
Fréttir
Í gær

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“

Hallgrímur kjaftstopp eftir að hafa lesið athugasemdirnar – „Hvað varð um þjóðina mína?“