fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fréttir

Réðist í tvígang á sama manninn í tveimur mismunandi hesthúsum – Braut nef og tók kverkataki

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 29. september 2025 16:30

Árásirnar áttu sér stað í tveimur hesthúsum sama kvöldið. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í tvígang ráðist á sama manninn í tveimur mismunandi hesthúsum og nefbrotið hann.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag, 25. september. Gerandinn óskaði ekki eftir verjanda í málinu og viðurkenndi brot sín skýlaust.

Hafði hann í tvígang ráðist á mann að kvöldi fimmtudagsins 13. maí árið 2023. Fyrst veittist hann að manninum innandyra í hesthúsi, sló hann ítrekuðum hnefahöggum í andlit og tók hann kverkataki.

Í beinu framhaldi af því veittist hann aftur að sama manni en í öðru nærliggjandi hesthúsi, með ítrekuðum hnefahöggum í andlit og kverkataki.

Nefbrotnaði þolandinn í málinu með skekkju til hægri, bólgu og mar yfir vinstra kinnbeini. Þá fékk hann glóðarauga á vinstra auga og eymsli í vöðva við háls.

Aðeins hálf milljón í miskabætur

Dómari taldi ekki ástæðu til að draga játningu mannsins í efa og var málið því dæmt án sönnunarfærslu. Litið var til bæði játningarinnar og að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot og refsing talin hæfileg 60 daga skilorðsbundin fangelsisrefsing.

Þolandinn gerði kröfu um rúmlega 1,5 milljónir króna í miskabætur og rúmlega 200 þúsund króna bætur fyrir brotin gleraugu. Þá gerði hann einnig kröfu um lögmannsþóknun.

Var gerandanum gert að greiða fyrir gleraugun og lögmannsþóknun upp á tæpar 570 þúsund krónur en aðeins 500 þúsund krónur í miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lausn sögð fundin á 34 ára gamalli morðgátu

Lausn sögð fundin á 34 ára gamalli morðgátu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir augljóst að Pútín sé undirbúa innrás í annað Evrópuland

Segir augljóst að Pútín sé undirbúa innrás í annað Evrópuland
Fréttir
Í gær

Setti brunakerfi á gistiheimili í gang svo vatn flæddi út um allt

Setti brunakerfi á gistiheimili í gang svo vatn flæddi út um allt
Fréttir
Í gær

Leigusalinn lét bera konu á fertugsaldri út – Þá kom óhugnaðurinn í ljós

Leigusalinn lét bera konu á fertugsaldri út – Þá kom óhugnaðurinn í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja Airbnb-frumvarpið óþarft – „Réttara væri að framfylgja gildandi lögum“

Segja Airbnb-frumvarpið óþarft – „Réttara væri að framfylgja gildandi lögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsnæðismál eldri borgara í Hafnarfirði enn óleyst – Meirihlutinn neitaði að taka húsið, sem er efst á óskalistanum, af söluskrá

Húsnæðismál eldri borgara í Hafnarfirði enn óleyst – Meirihlutinn neitaði að taka húsið, sem er efst á óskalistanum, af söluskrá