fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fréttir

Isavia um gjaldþrot Play- 12 ferðum aflýst í dag sem hefur áhrif á um 1.750 farþega

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 29. september 2025 17:34

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu í ljósi gjaldþrots flugfélagsins Play. Þar kemur fram að í dag var 12 ferðum Play aflýst á Keflavíkurflugvelli, 6 brottförum og 6 komum, en þetta hefur áhrif á um 1.750 farþega.

Tilkynning Isavia:

„Flugfélagið Play tilkynnti í morgun að það hefði hætt starfsemi. Strax í kjölfarið var viðbragðsáætlun Keflavíkurflugvallar vegna rekstrarstöðvunar flugfélags virkjuð og er unnið eftir henni. Alls var 12 ferðum Play aflýst á KEF í dag, 6 brottförum og 6 komum, sem hafi áhrif á um 1.750 farþega. Starfsfólk á KEF hefur í dag aðstoðað farþega Play á vellinum og upplýst þá um stöðu mála og réttarstöðu þeirra í samræmi við upplýsingar á vef Samgöngustofu.

Útistandandi viðskiptaskuldir Play gagnvart Keflavíkurflugvelli eru eingöngu sem nemur ágúst- og septembermánuðum og mun Isavia leita þeirra lagaúræða sem til staðar eru til innheimtu þeirra. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lausn sögð fundin á 34 ára gamalli morðgátu

Lausn sögð fundin á 34 ára gamalli morðgátu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir augljóst að Pútín sé undirbúa innrás í annað Evrópuland

Segir augljóst að Pútín sé undirbúa innrás í annað Evrópuland
Fréttir
Í gær

Setti brunakerfi á gistiheimili í gang svo vatn flæddi út um allt

Setti brunakerfi á gistiheimili í gang svo vatn flæddi út um allt
Fréttir
Í gær

Leigusalinn lét bera konu á fertugsaldri út – Þá kom óhugnaðurinn í ljós

Leigusalinn lét bera konu á fertugsaldri út – Þá kom óhugnaðurinn í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja Airbnb-frumvarpið óþarft – „Réttara væri að framfylgja gildandi lögum“

Segja Airbnb-frumvarpið óþarft – „Réttara væri að framfylgja gildandi lögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsnæðismál eldri borgara í Hafnarfirði enn óleyst – Meirihlutinn neitaði að taka húsið, sem er efst á óskalistanum, af söluskrá

Húsnæðismál eldri borgara í Hafnarfirði enn óleyst – Meirihlutinn neitaði að taka húsið, sem er efst á óskalistanum, af söluskrá