fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fréttir

Illa slasaður eftir slys á rafmagnshlaupahjóli

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. september 2025 06:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina, en alls voru 58 mál skráð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun.

Verkefni lögreglu voru af ýmsum toga en í einu tilfelli var tilkynnt um einstakling sem hafði dottið af rafmagnshlaupahjóli. Að sögn lögreglu var viðkomandi með töluverða áverka í andliti og grunur um beinbrot. Var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til skoðunar.

Þá hafði lögregla afskipti af einstaklingi sem var óvelkominn í anddyri hótels í miðborginni. Var honum vísað á brott og gekk hann sína leið.

Nokkrum klukkustundum síðar var hinn sami handtekinn ásamt öðrum manni þar sem þeir höfðu brotið sér leið inn í sameign í húsi í hverfi 102. Sparkaði annar mannanna í lögreglumann við skyldustörf og voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Lögregla hafði svo afskipti af þremur ökumönnum sem óku án ökuréttinda. Einn þeirra er grunaður um að hafa framvísað fölsuðu ökuskírteini.

Lögregla hafði einnig afskipti af aðila sem sparkaði og barði í bifreið sem lögð var í bifreiðastæði í hverfi 101. Ökumaður var undir stýri og óskaði hann eftir aðstoð lögreglu. Við rannsókn málsins kom í ljós að hliðarspegill bifreiðarinnar var brotinn. Meintur gerandi var undir áhrifum áfengis og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Setti brunakerfi á gistiheimili í gang svo vatn flæddi út um allt

Setti brunakerfi á gistiheimili í gang svo vatn flæddi út um allt
Fréttir
Í gær

Leigusalinn lét bera konu á fertugsaldri út – Þá kom óhugnaðurinn í ljós

Leigusalinn lét bera konu á fertugsaldri út – Þá kom óhugnaðurinn í ljós
Fréttir
Í gær

Segja Airbnb-frumvarpið óþarft – „Réttara væri að framfylgja gildandi lögum“

Segja Airbnb-frumvarpið óþarft – „Réttara væri að framfylgja gildandi lögum“
Fréttir
Í gær

Húsnæðismál eldri borgara í Hafnarfirði enn óleyst – Meirihlutinn neitaði að taka húsið, sem er efst á óskalistanum, af söluskrá

Húsnæðismál eldri borgara í Hafnarfirði enn óleyst – Meirihlutinn neitaði að taka húsið, sem er efst á óskalistanum, af söluskrá