fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Fréttir

Setti heimsmet í að hlaupa á fjórum fótum

Pressan
Laugardaginn 27. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn tuttugu og tveggja ára gamli Japani, Ryusei Yonee, setti á dögunum nýtt heimsmet í 100 metra spretthlaupi. Hlaupið var þó ekki á tveimur jafnfljótum heldur á fjórum.

Hið nýja heimset Yonee er 14.55 sekúndur og sló hann þar með þriggja ára gamalt met Bandaríkjamannsins Collin McClure sem hljóðaði upp á 15.66 sekúndur.

Yonee þakkar hæfni sína í greininni því að hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á dýrum og æft sig í því að hreyfa sig eins og þau frá unga aldri. Segir Japaninn ungi að hann sé hvergi nærri hættur og stefni að því að bæta tíma sinn enn frekar.

Hér má sjá myndband af methlaupinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafþór Júlíus skorar á Jake Paul í hnefaleikum – Paul hafi aðeins boxað við „litla menn“

Hafþór Júlíus skorar á Jake Paul í hnefaleikum – Paul hafi aðeins boxað við „litla menn“
Fréttir
Í gær

Ákæra tvær kólumbískar konur fyrir að auglýsa vændi á Akureyri

Ákæra tvær kólumbískar konur fyrir að auglýsa vændi á Akureyri