fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Fréttir

Leigusalinn lét bera konu á fertugsaldri út – Þá kom óhugnaðurinn í ljós

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 27. september 2025 21:30

Málið hefur vakið óhug.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigusali sem lét bera leigjanda sinn út úr íbúð brá í brún þegar hann byrjaði að þrífa íbúðina. Hafði leigjandinn skilið eftir lík fjögurra dáinna smábarna eftir.

Greint er frá þessu í dagblaðinu Pittsburgh Post-Gazette.

Leigusali að nafni Brent Flanigan ákvað að láta bera út leigjanda sinn, 39 ára gamla konu að nafni Jessica Mauthe, í íbúð í Cadogan Township, smábæ nálægt Pittsburgh í Pennsylvaníufylki í ágúst síðastliðnum. Ástæðan var sú að hún hafði ekki borgað leiguna á tilskyldum tíma.

Þann 13. september fór Brent í íbúðina til þess að þrífa. En þá fann hann skyndilega hrikalegan óþef koma upp úr ruslapoka sem var geymdur inni í skáp. Þegar Brent leit ofan í pokann sá hann látið smábarn. Hringdi hann samstundis á lögregluna.

Fundu þrjú börn til viðbótar

Lögreglumenn komu á staðinn og gerðu ítarlega húsleit í íbúðinni. Uppi á háalofti fundu þeir tvo sams konar poka, sem báðir innihéldu látið ungabarn.

Þennan sama dag var Mauthe handtekin og ákærð fyrir manndráp og vanvirðingu við lík.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Um viku seinna, þann 18. september, tilkynnti lögreglan að enn annað látið smábarn hefði fundist í íbúðinni. Eru þau því fjögur í heildina sem hafa fundist.

Fæddi börnin á klósettinu

Við yfirheyrslu játaði Mauthe, sem er móðir tveggja drengja, að hafa komið líkum smábarnanna fyrir og að þau væru öll hennar eigin börn. Sagðist hún hafa fætt þau á heimilinu.

Elsta látna barnið sagðist hún hafa fætt fyrir um sex árum síðan. Hún sagðist hafa fætt það inni á baðherbergi en að það hefði liðið yfir hana þegar hún heyrði gráturinn í barninu. Þegar hún rankaði við sér hafi barnið verið dáið. Í stað þess að tilkynna fæðinguna og andlátið ákvað hún að fela líkið á heimilinu.

Kæfði eitt barnið í handklæði

Hin börnin hafi hún einnig fætt á baðherberginu. En eitt af þeim hafi látist eftir að hún vatt það inn í handklæði eins og segir í tilkynningu lögreglu.

Mauthe hafði búið í íbúðinni síðan hún var barn.

„Hún heyrði barnið gefa frá sér hljóð. Mauthe fjarlægði barnið úr klósettinu og sveipaði það handklæði yfir allan líkamann þangað til það hætti að gefa frá sér hljóð,“ segir í tilkynningunni.

Aldrei hafi hún látið neinn vita af fæðingunum og aldrei hafi hún leitað á sjúkrastofnanir til að fá hjálp fyrir börnin.

Bjó lengi í íbúðinni

Synir Mauthe sem eru á lífi eru 6 og 8 ára gamlir. Hún á eiginmann sem er í fangelsi. Hún hafði búið lengi í íbúðinni, alveg frá því hún var barn. Eftir að faðir hennar lést tók hún við leigunni.

Mauthe hefur verið ákærð fyrir eitt manndráp af yfirlögðu ráði, eitt manndráp af gáleysi, fjögur tilvik af því að fela barnslík og fjögur tilvik af vanvirðingu við lík. Er hún í varðhaldi í fangelsinu í Armstrong sýslu og hefur dómari hafnað því að sleppa henni gegn tryggingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar – Þetta eru hæfniskröfurnar

Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar – Þetta eru hæfniskröfurnar
Fréttir
Í gær

Hafþór Júlíus skorar á Jake Paul í hnefaleikum – Paul hafi aðeins boxað við „litla menn“

Hafþór Júlíus skorar á Jake Paul í hnefaleikum – Paul hafi aðeins boxað við „litla menn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallabyggðarhöfn í vanda sem stefnir í að dýpki enn frekar

Fjallabyggðarhöfn í vanda sem stefnir í að dýpki enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún vill aðgerðir gagnvart fjárhættuspili – Íslandsspil hafi notað viðkvæma hópa í tilraunasal

Kolbrún vill aðgerðir gagnvart fjárhættuspili – Íslandsspil hafi notað viðkvæma hópa í tilraunasal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda