fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

„Rottukeisari“ New York borgar hoppar frá borði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. september 2025 07:30

Rotta í New York-borg Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rottukeisari“ New York-borgar, Kathleen Corradi, hefur hent inn hvíta handklæðinu og látið af störfum eftir tveggja ára baráttu við að fækka rottum stórborgarinnar. Allt bendir til þess að slagurinn sé tapaður.

Corradi er fyrsti einstaklingurinn sem er ráðinn í sérstakt starf sem snerist um að fækka meindýrunum skæðu. Fékk hún því áðurnefnt uppnefni, „Rottukeisarinn“ (e. Rat czar). Miklar væntingar voru gerðar til Corradi sem hóf líka störf af krafti. Hún lét kortleggja helstu svæði og lét dreifa fæðu sem í var efni sem átti að minnka frjósemi rottanna og þá blés til átaks í sorphirðu borgarinnar og gerði þar með atlögu að helstu fæðuuppsprettu nagdýranna.

Til að byrja með virtist herferðin vera að bera árangur og tilkynningum um rottugang fækkaði um 5% á einu ári. Allt virðist þó benda til þess að sá árangur hafi verið skammvinn gleði og rotturnar séu aftur í sókn.

Óvíst þykir hvort að ráðið verði í embættið eða það lagt niður og því gæti Corradi orðið fyrsti og eini „rottukeisarinn“ í sögu New York borgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Í gær

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“
Fréttir
Í gær

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn

Einar Sveinbjörnsson um óveðrið í aðsigi – Ekki góðar fréttir ef nýmynduð lægðin „gleypi“ fellibylinn
Fréttir
Í gær

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans