fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar – Þetta eru hæfniskröfurnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. september 2025 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar, en auglýsingin birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Það vakti mikla athygli í vor þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti þáverandi lögreglustjóra, Úlfari Lúðvíkssyni, að embættið yrði auglýst en skipunartími hans var þá að renna út. Þorbjörg vísaði til fyrirhugaðra breytinga á landamæravörslu.

Úlfar túlkaði útspil ráðherra sem brottrekstur og sagði þetta kaldar kveðjur. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málið harðlega og töldu að ráðherra væri að refsa Úlfari fyrir að tala tæpitungulaust um stöðuna á landamærunum.

Nú hefur embættið loks verið auglýst en í auglýsingu segir:

„Auglýst er laust til umsóknar embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga sem er umbótadrifinn og hefur kraft til þess að móta og efla innri og ytri starfsemi embættisins.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fer með stjórn lögregluliðs í sínu umdæmi. Hann annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og ber ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum á sæti í lögregluráði, sem hefur það hlutverk að efla samráð á meðal lögreglustjóra og samhæfa störf lögreglu.

Áform eru um að setja heildarlöggjöf um brottfararstöð til að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt Schengen-samstarfinu. Samhliða eru áform um breytingar á lögum um útlendinga sem varða m.a. hlutverk embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum þegar kemur að eftirliti á ytri landamærum.

Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996.“

Aðrar hæfniskröfur eru svo eftirfarandi:

  • Öflug leiðtogahæfni og geta til að leiða umbótastarf og breytingar
  • Rík samskipta- og samstarfshæfni og faglegt viðmót
  • Þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar kostur
  • Þekking og yfirsýn yfir málefni landamæra og útlendinga kostur
  • Þekking og reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar kostur
  • Reynsla af alþjóðasamstarfi kostur
  • Þekking og reynsla af rekstri kostur
  • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Nýr lögreglustjóri verður skipaður til 5 ára í senn en miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1.  desember næst komandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri