fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Annað merki á Vestfjörðum veldur kergju – „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. september 2025 15:30

Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum eru ekki sáttir við nýja merkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt merki Fjórðungssambands Vestfjarða hefur valdið kergju á sunnanverðum Vestfjörðum. Ekki er langt síðan að nýtt merki Vesturbyggðar olli usla.

Þann 19. september síðastliðinn tilkynnti Vestfjarðastofa að Fjórðungssamband Vestfirðinga hefði eignast nýtt merki. Var það vegna 75 ára afmælis sambandsins sem ákveðið var að „hressa upp á útlitið“ og var nýtt merki afhjúpað á fjórðungsþingi í Hnífsdal.

Glöggir hafa hins vegar tekið eftir að sunnanverða Vestfirði vantar beinlínis á nýja merkið.

„Íbúar á sunnanverðum vestfj erum greinilega ekki þess virði að teljast til vestfjarðafjórðungs,“ segir einn á í færslu á samfélagsmiðlum og fleiri taka undir með honum.

„Þetta er nú stórfurðulegt lógó fyrir fjórðungssamband eiginlega bara vandræðalegt,“ segir annar. „Það er kannski ódýrara að sýna bara lítinn hluta Vestfjarða,“ sá þriðji.

Þá telja sumir að að merkið sé ekki fallegt. „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“ spyr einn.

Nýtt merki Vesturbyggðar.

Vísar hann til nýs sveitarfélagsmerkis Vesturbyggðar, sem var afhjúpað eftir sameininguna við Tálknafjarðarhrepp. Segjast sumir verða sjóveikir á að horfa á það merki og hefur verið hrundið af stað undirskriftasöfnun til að losna við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Í gær

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Í gær

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans