fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Ákæra tvær kólumbískar konur fyrir að auglýsa vændi á Akureyri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. september 2025 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær kólumbískar konur hafa verið ákærðar fyrir kynferðisbrot á Akureyri af embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Konunum, sem eru fæddar árið 1982 og 1985, er gefið að sök að hafa á tímabilinu 15. apríl til 26. apríl auglýst að í boði væri kynmök gegn greiðslu í gegnum hina alræmdu vefsíðu City of Love.

Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu í morgun en dvalarstaður kvennanna er ókunnur og allar líkur á því að þær hafi yfirgefið landið.

Með vændisauglýsingunum eru konurnar sagðar hafa brotið gegn 7. málsgrein 206. greinar almennra hegningarlaga sem hljóðar svo:

Hver sem í opinberri auglýsingu býður fram, miðlar eða óskar eftir kynmökum við annan mann gegn greiðslu skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.

Þá er þess krafist að konurnar sæti upptöku á haldlagðri peningaupphæð sem talinn er hluti af ávinningi af brotastarfseminni, alls 29 þúsund krónur.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 29. október næstkomandi og verður fjarvist kvennanna metin til jafns við það að þær viðurkenni framið brot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda
Fréttir
Í gær

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Í gær

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög