fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fréttir

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. september 2025 10:30

Höskuldur er ekki sáttur út í Veitur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Kári Schram, fréttamaður, segir Veitur hafa fallið á prófinu í gær þegar rafmagnslaust varð á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið hafi ekki staðið sig nægilega vel að veita fólki upplýsingar um ástandið.

„Víðtækt rafmagnsleysi í dag. Í Vesturbænum varði þetta í nærri tvær klukkustundir,“ sagði Höskuldur Kári í færslu á samfélagsmiðlum í gær.

Rafmagnslaust varð víða á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan 16:00 í gær, á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ Reykjavíkur, Kópavogi og Garðabæ. Hafði þetta meðal annars áhrif á verslanir sem þurftu að vísa viðskiptavinum sínum út og umferðarljós voru víða úti.

Höskuldur Kári sagðist hafa tekið eftir álagi á öllu 4G og 5G netsambandi og erfitt hafi verið að komast inn á fréttasíður. RÚV hafi staðið sig vel í að miðla upplýsingum um rafmagnsleysið.

„Þetta hafði hvað lengst áhrif á sirka 30 þúsund manns. Sem er sirka 8 prósent þjóðarinnar,“ sagði hann. „Áhugavert að Veitur var ekki að miðla upplýsingum og á heimasíðu fyrirtækisins var ekkert að sjá (fyrir þá sem komust inn á heimasíðuna). Það kom seint og síðar meir.“

Þetta sé ekki lítilvæglegt mál. Það er bæði rafmagnsleysið og upplýsingaskorturinn.

„Það er auðvitað háalvarlegt að rafmagn skuli detta út í svona langan tíma á svona þéttbýlu svæði. En aðalatriðið er að veita fólki upplýsingar,“ sagði hann að lokum. „Veitur féll á þeirri prófraun í dag . Svo erum við auðvitað orðin alltof háð rafmagni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eldri borgarar fagna tillögu Kolbrúnar um gildistíma ökuskírteina – „Löngu tímabært“

Eldri borgarar fagna tillögu Kolbrúnar um gildistíma ökuskírteina – „Löngu tímabært“
Fréttir
Í gær

Snorri segir nemendur Þorsteins ekki eiga að þurfa að hlusta á hann – „Steini V. á launum hjá ríkinu að tala um mig“

Snorri segir nemendur Þorsteins ekki eiga að þurfa að hlusta á hann – „Steini V. á launum hjá ríkinu að tala um mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar tölur um ofbeldi barna: „Það vantar úrræði,“ segir umboðsmaður barna

Óhugnanlegar tölur um ofbeldi barna: „Það vantar úrræði,“ segir umboðsmaður barna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttur á slysadeild eftir að grímuklæddir menn réðust á hann með höggum og spörkum

Fluttur á slysadeild eftir að grímuklæddir menn réðust á hann með höggum og spörkum