fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fréttir

Refsing hótelstarfsmanns sem nauðgaði þroskaskertum gesti milduð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. september 2025 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Philip Dugay Acob var þann 8. nóvember sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Landsréttur hefur nú mildað dóminn um hálft ár.

Brotið var framið þann 8. október árið 2021 og átti sér stað á hóteli þar sem Philip var starfsmaður, en í ákæru var brotinu lýst með eftirfarandi hætti:

„fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 8. október 2021, á […], […], […], með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök við
A, kennitala […], með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart A sem er með þroskahömlun og gat ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess sem A var undir áhrifum lyfja og fíkniefna, en ákærði, sem var starfsmaður hótelsins, fór í heimildarleysi inn í herbergi þar sem A hafði lagst til svefns, kyssti hann á háls og geirvörtur og setti getnaðarlim A í munn sinn og hafði við hann munnmök.“

Brotaþoli gisti á hótelinu þar sem heimili hans var tímabundið óíbúðarhæft. Brotaþoli er greindur með væga þroskahömlun og var undir áhrifum lyfja þegar brotið átti sér stað. Héraðsdómur tók fram að ástand brotaþola hafi ekki getað dulist ákærða, enda kom brotaþoli á hótelið ásamt aðstoðarmönnum sem hjálpuðu honum við innritun. Landsréttur tók undir með héraðsdómi og tók fram að ákærða hlyti að hafa verið ljóst að brotaþoli glímir við andlega fötlun og að ákærði hafi notfært sér fötlun hans. Landsréttur taldi þó ósannað að brotaþoli hafi ekki getað skilið þýðingu verknaðarins enda hafi ákæruvaldið ekki fært sönnur á það í málinu.

Landsréttur tók fram að mikill dráttur hafi orðið á meðferð málsins sem ákærða verði ekki kennt um. Því var refsing talin hæfileg tvö og hálft ár. Hins vegar hafði héraðsdómur dæmt brotaþola 1,8 milljónir í miskabætur. Landsréttur taldi óumdeilt að brotaþoli hafi glímt við erfiðleika vegna brota ákærða og þótti bætur hæfilega ákveðnar 2 milljónir króna.

Sjá einnig: Starfsmaður hótels dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun gegn þroskahömluðum gesti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Í gær

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða