fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fréttir

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 25. september 2025 13:30

Ófá bílhræ eru á lóðinni. Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einbýlishús á Akureyri verður boðið upp vegna þess að eigendur hafa ekki fjarlægt bílhræ af lóðinni. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra furðar sig að málið sé komið á þennan stað en hræin hafa verið á lóðinni um árabil og dagsektir lagðar á.

Húsið stendur við Hamragerði 15 og hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla, einkum hjá staðarmiðlum á Akureyri. Um er að ræða gamalt einbýlishús, byggt á fjórða áratug síðustu aldar, með bílskúr og hænsnakofa. Stærð þess er 222 fermetrar og fasteignamatið er 64,3 milljónir króna.

Dagsektir í eitt og hálft ár

Eins og sést á ljósmyndum standa tugir bílhræja á lóðinni. Á bílaplani og víða annars staðar, meðal annars á grasfleti.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur ítrekað fjallað um húsið. Fyrir um einu og hálfu ári, það er þann 7. febrúar árið 2024 voru lagðar dagsektir á eigendur hússins vegna umgengninnar. En þá hafði eigandi ekki brugðist við ítrekuðum fyrirmælum nefndarinnar og bætt um umgengni á lóðinni. Voru dagsektirnar ákveðnar 20 þúsund krónur á dag frá og með 26. febrúar á því ári.

Ekki borgað

Í júní í fyrra var greint frá því á miðlinum Akureyri.net að bílum hefði fækkað eitthvað á lóðinni við Hamragerði 15. En engu að síður voru mörg hræ þarna enn þá. Í júní á þessu ári var greint frá því í Vikublaðinu að dagsektirnar hefðu ekki verið greiddar og væru komnar í innheimtu. Ekki nóg með það þá hafði fjárnám verið gert í eigninni og nauðungarsala auglýst. Vert er að taka fram að dagsektir falla ekki niður þó að brugðist sé við fyrirmælum um umgengni.

Furðulegt sinnuleysi

Hefur málið verið tekið upp á hverjum einasta fundi Heilbrigðisnefndar síðan dagsektir voru lagðar á en á síðasta fundi, þann 17. september var greint frá því að dregið hefði til tíðinda. Það er að aukin harka væri komin í innheimtuaðgerðir og nú væri svo komið að húsið verði boðið upp.

„Innheimtuaðgerðir vegna ógreiddra dagsekta halda áfram. Upphaf uppboðs hefur farið fram og framhaldssala er boðuð á næstu dögum,“ segir í fundargerðinni. „Heilbrigðisnefnd undrast áframhaldandi aðgerðar- og afskiptaleysi lóðarhafa, nú þegar aukin harka er komin í innheimtuaðgerðir. Að mati nefndarinnar hefði verið unnt að bregðast við kröfu um tiltekt á lóðinni með lítilli fyrirhöfn og kostnaði innan þess rúma frests sem lóðarhafa var veittur til úrbóta og andmæla áður en ákvörðun um beitingu þvingunarúrræða var tekin.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Snýr Gerrard aftur?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Í gær

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans
Fréttir
Í gær

Sláandi afhjúpun Kveiks á starfsemi snyrtistofa – Skortur á starfsleyfum og þrifnaði og grunur um vinnumansal og vændi

Sláandi afhjúpun Kveiks á starfsemi snyrtistofa – Skortur á starfsleyfum og þrifnaði og grunur um vinnumansal og vændi
Fréttir
Í gær

Móðir með kaupfíkn myrti fjölskyldu sína – Sagði það „glæp gegn mannkyni“ að fá ekki að eyða peningum

Móðir með kaupfíkn myrti fjölskyldu sína – Sagði það „glæp gegn mannkyni“ að fá ekki að eyða peningum