fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Fréttir

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. september 2025 11:30

Vladimir Putin. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttast er að Rússar hafi í morgun gert svokallaða GPS-árás á spænska flugvél þar sem varnarmálaráðherra Spánar, Margarita Robles, var um borð. Árásin á að hafa átt sér stað þegar flugvélin flaug yfir rússneska sjálfstjórnarhéraðið Kaliningrad á leið sinni tol Litháen þar sem ráðherrann ætlaði að funda með kollega sínum, Dovile Sakaliene, varnarmálaráðherra Litháen.

Árásin, sem fól í sér að samband flugvélarinnar við GPS-gervihnött var truflað og því varð leiðarkerfi vélarinnar óvirkt, varð þess valdandi að flugmenn vélarinnar lentu í vandræðum og þurftu að lenda vélinni handvirkt.

Atvikið minnir á sambærilega árás sem flugvél Ursulu von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varð fyrir á leið sinni til Búlgaríu í byrjun mánaðarins. GPS-leiðarkerfi flugvélarinnar var gert óvirkt í árásinni og þurftu flugmenn vélarinnar að nota hefðbundið landakort til þess að lenda vélinni í Plovdiv í Búlgaríu.

Árásin í morgun á sér stað á viðkvæmum tíma en mikil spenna er milli NATO-ríkja og Rússa en þeir síðarnefndu hafa ítrekað ögrað ríkjum varnarbandalagsins undanfarna daga. Skemmst er að minnast þess að rússneskir drónar rufu lofthelgi Póllands á dögunum og nokkru síðar rufu þrjár rússneskar orrustuþotur lofthelgi Eistlands. Þá þurfti að loka Kastrup-flugvelli við Kaupmannahöfn í nokkrar klukkustundir á mánudagskvöld og sömuleiðis Gardemoen-flugvellinum í Osló vegna drónaflugs þar sem Rússar liggja sterklega undir grun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Í gær

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum