fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Fréttir

Segja erlenda glæpahópa þvætta fé í gegnum spilakassa hérlendis

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. september 2025 06:30

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir glæpahópar nýti sér spilakassa hérlendis sem kerfisbundna leið til að þvætta fé. Þetta er fullyrt í frétt Nútímans og sagt að þess sé vel gætt í ferlinu að vekja ekki athygli eftirlitsaðila með of háum upphæðum.

„Glæpahóparnir mæta á staðina í hópum. Einn þeirra dreifir seðlum til hinna, sem fara hver í sína vél. Þeir spila fyrir lágmarksupphæð, missa yfirleitt aðeins nokkur hundruð eða þúsund krónur, en taka síðan út miðann með upphaflegri upphæð. Miðinn er síðan skannaður í Happinu [innsk. blm. app sem heldur utan um alla leiki Happdrætti Háskóla Íslands og greiðir meðal annars út vinninga]  og vinningurinn greiddur beint inn á bankareikning viðkomandi – sem lögmætur „útborgun frá happdrætti“. Ef vinningur fer yfir 100.000 krónur, halda sumir áfram að spila þar til hann er kominn undir það viðmið. Aðrir taka áhættuna og skanna samt. Mynstrið er það sama: aldrei hærri fjárhæðir en sem virðast öruggar gagnvart eftirliti,máforrit sem heldur utan um alla leiki Happdrætti Háskóla Íslands,“ segir í umfjöllun Nútímans.

Með þessari aðferð sé illa fengnu fé komið inn í fjármálakerfið án þess að vekja sérstaka athygli. Lykilatriðið sé að halda upphæðunum lágum og þá viðvörunarbjöllur ekki hringja.

Hér má lesa umfjöllun Nútímans í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þungur dómur féll í héraðsdómi í bíræfnu smyglmáli

Þungur dómur féll í héraðsdómi í bíræfnu smyglmáli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í máli ungu grænlensku móðurinnar – „Hjarta mitt er heilt á ný“

Vendingar í máli ungu grænlensku móðurinnar – „Hjarta mitt er heilt á ný“
Fréttir
Í gær

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu
Fréttir
Í gær

Jimmy Kimmell aftur á dagskrá hjá ABC

Jimmy Kimmell aftur á dagskrá hjá ABC
Fréttir
Í gær

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Í gær

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
Fréttir
Í gær

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“
Fréttir
Í gær

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“