fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Fréttir

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. september 2025 18:30

Donald Trump. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, telur óvænta yfirlýsingu Trump Bandaríkjaforseta um Úkraínustríðið vera fyrst og fremst til marks um að hann vilji leysa Bandaríkjamenn undan afskiptum af stríðinu og afhenda Evrópu vandamálið.

Eftir fund sinn með Selenskí, forseta Úkraínu, í gær, birti Trump yfirlýsingu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagðist telja að Úkraína gæti unnið fullnaðarsigur gegn Rússum. Segist hann hafa komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér betur hernaðar- og efnahagslega stöðu ríkjanna tveggja, Úkraínu og Rússlands. Segir hann að með stuðningi Evrópusambandsins, og sérstaklega NATO, geti Úkraína unnið allt sitt land aftur og komið á þeim landamærum sem voru fyrir upphaf stríðsins. Sagði hann efnahag Rússlands vera á brauðfótum og líkti Rússlandi við pappírstígur. Núna væri því gott tækifæri fyrir Úkraínu að grípa til aðgerða. Rússar væru að berjast án nokkurs markmið eftir stríð í þrjú ár, sem hefði átt að taka viku. Trump óskaði jafnframt báðum stríðandi aðilum alls hins besta en sagðist halda áfram að útvega NATO vopn og NATO geti gert það sem það vill við þau:

Verður ekkert vopnahlé og engir friðarsamningar

„Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í þrjú og hálft ár og mér hefur skilist að Bandaríkin sendi ekki frekari vopn þangað nema NATO ríki Evrópu greiði fyrir þau. Framkvæmdastjóri NATO hefur staðfest að a.m.k sum NATO ríki Evrópu hafi fallist á þetta. Í þessari færslu Donald Trump á Truth Social metur hann nú sigurlíkur Úkraínu meiri en áður hefur komið fram. Ljóst er Rússar hafa ekki náð nema rúmlega 20 prósent af Úkraínu eftir langt og kostnaðarsamt stríð,“ segir Hilmar en bætir við að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem stórveldi lendi í ógöngum í styrjöld við veikari andstæðing:

„Í þessu samhengi má þó benda á að reynslan sýnir að stórveldi eiga oft í miklum vandræðum í stríði við stór þróunarlönd. Dæmi um þetta eru Bandaríkin í Víetnam, Sovétríkin og síðar Bandaríkin í Afganistan, og nú Rússland í Úkraínu.“

Hilmar telur að úrslit stríðsins ráðist á vígvellinum, ekki við samningaborðið: „Mér finnst líklegt að stríðið haldi áfram og að úrslitin ráðist á vígvellinum, ekkert vopnahlé og engir friðarsamningar. Rússar hafa sett sín skilyrði sem eru óaðgengileg, sérstaklega að mati Úkraínu, en líka fyrir Evrópu. Bandaríkin hafa verið viljugri að nefna málamiðlanir.“

Afhendir Evrópu vandamálið

„Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið. Evrópa getur keypt vopn frá Bandaríkjunum og stríðið heldur áfram. Auðvitað hagnast hergagnaiðnaðurinn á vopnasölu,“ segir Hilmar ennfremur.

Hann segir mjög erfitt fyrir Evrópu að uppfylla kröfur Bandaríkjamanna um tolla á Kína og Indland vegna viðskipta þeirra við Rússland, en Trump vill að Evrópu leggi sambærilega tolla á ríkin og hann hefur boðað. En Hilmar bendir á að hagvöxtur innan ESB sé lágur, staða ríkisfjármála í ESB-ríkjum bágborin og skuldir hins opinbera háar.

Hilmar segir að Trump vilji ekki að honum verði kennt um Úkraínustríðið, sem hann þreytist ekki á að kalla stríð Bidens. Hann vill koma pressunni yfir á Evrópu:

„Trump hefur verið nokkuð snjall sýnist mér að koma því þannig fyrir að pressan sé komin á Evrópu með vopnakaupum og tollum. Svo fá Bandaríkin aðgang að auðlindum Úkraínu sem endurgreiðslu fyrir fyrri aðstoð við Úkraínu.

Úkraína skiptir ekki miklu máli fyrir Bandaríkin og vægi Evrópu í heild hefur minnkað. Austur-Asía er nú mikilvægust fyrir Bandaríkin vegna uppgangs Kína, og svo Persaflóinn vegna olíu.“

Hilmar segir Bandaríkin eðlilega hugsa fyrsta og fremst um eigin hagsmuni og þjóðaröryggi. „Evrópa kann að hafa ofmetið vilja Bandaríkjanna til að fjármagna langt stríð í álfunni á svæði sem skiptir ekki miklu máli fyrir Bandaríkin sjálf.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lá í blóði sínu á hjólastíg og hjálmurinn mölbrotinn – „Hættulegustu farartækin í umferðinni“

Lá í blóði sínu á hjólastíg og hjálmurinn mölbrotinn – „Hættulegustu farartækin í umferðinni“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Líkur á eldingaveðri á sunnanverðu landinu í dag

Líkur á eldingaveðri á sunnanverðu landinu í dag
Fréttir
Í gær

Íslendingar græða minnst á að mennta sig – Launin hækka um þetta mikið við háskólagráðuna

Íslendingar græða minnst á að mennta sig – Launin hækka um þetta mikið við háskólagráðuna
Fréttir
Í gær

Sitja í súpunni eftir að fyrirtæki föðurins keypti íbúðina

Sitja í súpunni eftir að fyrirtæki föðurins keypti íbúðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jimmy Kimmell aftur á dagskrá hjá ABC

Jimmy Kimmell aftur á dagskrá hjá ABC