fbpx
Miðvikudagur 24.september 2025
Fréttir

Líkur á eldingaveðri á sunnanverðu landinu í dag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. september 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að eldingar geri vart við sig á sunnanverðu landinu í dag, að sögn Veðurstofu Íslands. Í dag gengur í sunnan- og suðaustan 8-15 metra á sekúndu með skúrum en á Norðurlandi verður yfirleitt bjart. Það hvessir um tíma vestantil í kvöld.

Á morgun verður áttin austlægari og samfelld rigning fyrst syðst og talsverð rigning suðaustanlands. Hiti verður 9-15 stig, mildast norðan heiða.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að nokkrar lægðir fari framhjá landinu næstu daga og munu þær bjóða upp á „sígilt haustveður“ eins og það er orðað.

„Í dag verður suðlæg átt 8-15 m/s og skúrir, en líkur á stöku eldingum á sunnanverðu landinu. Áfram verður úrkomulítið á Norðurlandi. Milt í veðri. Dregur úr vindi og skúrum á morgun, en hvessir seinnipartinn og fer að rigna hressilega. Búast má við talsverðri eða mikilli úrkomu sunnantil undir kvöld og um nóttina. Á Norðurlandi er yfirleitt þurrt, en rigning af og til um kvöldið. Hiti 9 til 14 stig.“

Að sögn veðurfræðings er útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm um tíma á föstudag.

„Gott að hugsa að ganga frá lausum munum í görðum til að forðast tjón. Víða rigning en aftur á móti talsverð eða mikil úrkomu á suðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 12 stig. Laugardagurinn lítur skár út með hægari vindi og minni rigningu, en hvessir aftur á sunnudag með einni gusu í viðbót. Hiti yfirleitt 9 til 14 stig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þungur dómur féll í héraðsdómi í bíræfnu smyglmáli

Þungur dómur féll í héraðsdómi í bíræfnu smyglmáli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í máli ungu grænlensku móðurinnar – „Hjarta mitt er heilt á ný“

Vendingar í máli ungu grænlensku móðurinnar – „Hjarta mitt er heilt á ný“
Fréttir
Í gær

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu

Höfrungar nota kúlufiska til að komast í vímu
Fréttir
Í gær

Jimmy Kimmell aftur á dagskrá hjá ABC

Jimmy Kimmell aftur á dagskrá hjá ABC
Fréttir
Í gær

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Í gær

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
Fréttir
Í gær

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“
Fréttir
Í gær

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“